FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 05. NÓVEMBER 2018

Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta sinn mánaðarlegan vöru- og þjónustujöfnuð, en gögn um mánaðarleg þjónustuviðskipti fyrir fyrstu sex mánuði ársins hafa verið gefin út samhliða ársfjórðungsútgáfum á árinu 2018. Í þessari útgáfu eru áætlaðar tölur fyrir júlí og ágúst á þessu ári fyrir bæði vöruviðskipti eins og þau kæmu fyrir í greiðslujöfnuði* og þjónustuviðskipti.

Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* er áætlaður 51,4 milljarðar í júlí og 51,7 milljarðar í ágúst. Vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði* er áætlaður 62,8 milljarðar í júlí og 67,6 milljarðar í ágúst. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði* er því áætlaður neikvæður um 11,5 milljarða í júlí og 15,8 milljarða í ágúst.

Útflutt þjónusta er áætluð 83,6 milljarðar í júlí og 82,4 milljarðar í ágúst. Innflutt þjónusta er áætluð 46,1 milljarður í júlí og 44,6 milljarðar í ágúst. Þjónustujöfnuður er því áætlaður jákvæður um 37,4 milljarða í júlí og 37,8 milljarða í ágúst.

Áætlað verðmæti útflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti er 134,9 milljarðar í júlí og 134,1 milljarður í ágúst. Áætlað verðmæti innflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti er 109,0 milljarðar í júlí og 112,2 milljarðar í ágúst. Vöru og þjónustujöfnuður er því áætlaður jákvæður um 25,9 milljarða í júlí og 21,9 milljarða í ágúst.

Vöru- og þjónustujöfnuður fyrir september verður gefinn út samhliða útgáfu þriðja ársfjórðungs þann 30. nóvember. Útgáfudagsetning vöru- og þjónustujafnaðar fyrir október kemur á birtingaráætlun Hagstofu með 10 daga fyrirvara samkvæmt birtingarreglum Hagstofu Íslands.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.