FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 13. ÁGÚST 2019

Í maí 2019 var vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* áætlaður 64,1 milljarður en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði áætlaður 65,9 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 1,8 milljarða. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 19,3 milljarða en útflutt þjónusta var áætluð 56,2 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 36,9 milljarðar.

Í maí 2019 var því áætlað verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 120,4 milljarðar en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var 102,9 milljarðar. Vöru og þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 17,5 milljarða í maí 2019.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til maí 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
Maí Janúar-Maí
20182019 2018 2019
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls108.034,5120.352,4473.295,9525.328,511,0
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði53.486,764.117,2241.816,3291.969,120,7
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta54.547,756.235,2231.479,6233.359,40,8
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls108.641,3102.878,0469.144,0478.650,72,0
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði69.243,365.943,0300.226,1305.236,01,7
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta39.398,036.934,9168.917,9173.414,72,7
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði-606,917.474,44.151,846.677,7

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.