Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 53,8 milljarðar króna í maí 2020 en vöruinnflutningur í greiðslujöfnuði 51,3 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður jákvæður um 2,5 milljarða króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 0,4 milljarða króna, en útflutt þjónusta var áætluð 20,6 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 20,2 milljarðar.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta í maí 2020 var því áætlað 74,4 milljarðar króna en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 71,4 milljarðar. Vöru- og þjónustujöfnuður var fyrir vikið áætlaður jákvæður um 2,9 milljarða króna í maí 2020.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 407,4 milljarðar króna á fyrstu fimm mánuðum ársins samanborið við 523,6 milljarða á fyrstu fimm mánuðum ársins 2019. Verðmæti innflutnings var áætlað 397,9 milljarðar borið saman við 480,1 milljarð fyrir sama tímabil 2019. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu fimm mánuði ársins 2020 var því áætlaður jákvæður um 9,4 milljarða samanborið við 43,4 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir sama tímabil árið á undan.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til maí 2019 og 2020
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
Maí Janúar-maí
20192020 2019 2020
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls118.916,374.381,9523.565,9407.373,9-22,2
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði64.332,853.762,9292.421,6252.135,0-13,8
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta54.583,520.619,1231.144,3155.238,9-32,8
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls103.722,671.449,1480.121,6397.932,1-17,1
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði65.953,951.254,5305.284,2267.921,0-12,2
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta37.768,720.194,6174.837,3130.011,1-25,6
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði15.193,72.932,843.444,49.441,8

Talnaefni