Verðmæti þjónustuútflutnings í maí var áætlað 35,7 milljarðar króna og jókst um 75% frá því í maí 2020 á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðalögum voru áætlaðar um 7,2 milljarðar í maí og aukast nú hratt samanborið við sama tíma 2020 þegar áhrifa kórónuveirufaraldurins gætti enn verulega. Tekjur af samgöngum og flutningum voru áætlaðar 8,4 milljarðar króna í maí og jukust um 40% miðað við maí 2020. Verðmæti annara þjónustuliða í útflutningi var áætlað 20,1 milljarður í maí og jókst það um 60% frá því í maí 2020.

Verðmæti þjónustuinnflutnings í maí var áætlað 27,7 milljarðar króna og jókst um 37% frá því í maí 2020 á gengi hvors árs. Útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis voru áætluð 4,8 milljarðar í maí og jukust um 61% samanborið við maí á síðasta ári. Útgjöld vegna samgangna og flutninga voru áætluð 5,7 milljarðar í maí og jukust um 25% miðað við maí 2020. Verðmæti annara þjónustuliða í innflutningi var áætlað 17,2 milljarðar í maí og jókst það um 35% frá því í maí fyrir ári.

Verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júní 2020 til maí 2021, var áætlað 351,7 milljarðar króna og dróst saman um 43% miðað við sama tímabil árið áður á gengi hvors árs. Á sama tímabili var verðmæti þjónustuinnflutnings áætlað 294,2 milljarðar og dróst saman um 26% miðað við sama tímabil árið áður.

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu (milljarðar króna)
  Maí 2020 Maí 2021 Breyting, % Júní 2019-maí 2020 Júní 2020-maí 2021 Breyting, %
        
Þjónustuútflutningur 20,4 35,7 75 616,3 351,7 -43
Samgöngur og flutningar 6,0 8,4 40 172,3 82,6 -52
Ferðalög 1,8 7,2 298 263,8 55,9 -79
Aðrir þjónustuliðir 12,6 20,1 60 180,1 213,3 18
           
Þjónustuinnflutningur 20,3 27,7 37 397,2 294,2 -26
Samgöngur og flutningar 4,6 5,7 25 76,2 60,5 -21
Ferðalög 3,0 4,8 61 152,5 49,5 -68
Aðrir þjónustuliðir 12,7 17,2 35 168,6 184,2 9
             
Þjónustujöfnuður 0,1 8,0   219,0 57,5  

Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 61,7 milljarðar króna í maí 2021 en vöruinnflutningur 71,5 milljarðar. Vöruskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 9,7 milljarða króna. Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu í maí 2021 var því áætlað 97,2 milljarðar króna og jókst um 31% miðað við sama mánuð 2020. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 96,6 milljarðar og jókst um 31% miðað við sama mánuð 2020.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 1.015,6 milljarðar króna á síðustu tólf mánuðum og dróst saman um 17% miðað við tólf mánuðina þar á undan. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta fyrir sama tímabil var áætlað 1.060,5 milljarðar og dróst saman um 6% miðað við tólf mánuði þar á undan. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrir síðustu tólf mánuði er því áætlaður neikvæður um 44,9 milljarða króna samanborið við 101,4 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir tólf mánuðina þar á undan.

Verðmæti útflutnings og innflutnings vöru og þjónustu (milljarðar króna)
  Maí 2020 Maí 2021 Breyting, % Júní 2019-maí 2020 Júní 2020-maí 2021 Breyting, %
Útflutningur á vöru- og þjónustu74,497,4311.230,01.015,6-17
Vöruútflutningur54,061,714613,7663,98
Þjónustuútflutningur20,435,775616,3351,7-43
Innflutningur á vöru- og þjónustu73,999,2341.128,61.060,5-6
Vöruinnflutningur53,671,533731,4766,45
Þjónustuinnflutningur20,327,737397,2294,2-26
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði0,5-1,8 101,4-44,9 

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Talnaefni