FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 13. FEBRÚAR 2020

Vöruviðskiptajöfnuður var áætlaður neikvæður um 3,0 milljarða króna í nóvember á síðasta ári en þjónustujöfnuður hins vegar jákvæður um 10,2 milljarða.

Þannig var vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* áætlaður 53,3 milljarðar en vöruinnflutningur 56,3 milljarðar. Útflutt þjónusta var á hinn bóginn áætluð 44,8 milljarðar króna á meðan innflutt þjónusta var áætluð 34,6 milljarðar.

Þannig var verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta í nóvember 2019 áætlað 98,1 milljarður en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 90,9 milljarðar. Vöru og þjónustujöfnuður var fyrir vikið áætlaður jákvæður um 7,2 milljarða í nóvember á síðasta ári.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 1.231,0 milljarður á fyrstu ellefu mánuðum ársins samanborið við 1.220,2 milljarða árið áður. Verðmæti innflutnings var áætlað 1.109,5 milljarðar borið saman við 1.137,0 milljarða fyrir sama tímabili 2018. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrstu ellefu mánuði ársins 2019 var því áætlaður jákvæður um 121,5 milljarða í samanburði við 83,2 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir sama tímabil árið á undan.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til nóvember 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
Nóvember Janúar-Nóvember
20182019 2018 2019
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls104.961,398.076,41.220.194,71.231.027,80,9
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði54.925,853.267,9559.858,5609.821,68,9
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta50.035,544.808,5660.336,2621.206,2-5,9
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls112.515,890.903,41.136.954,71.109.511,9-2,4
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði72.621,156.283,3712.897,9698.039,7-2,1
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta39.894,734.620,1424.056,8411.472,3-3,0
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði-7.554,57.172,983.240,0121.515,8

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.