FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 16. FEBRÚAR 2021

Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 51,3 milljarðar króna í nóvember 2020 en vöruinnflutningur 61,9 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 10,6 milljarða króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður neikvæður um 1,9 milljarða króna en útflutt þjónusta var áætluð 23,2 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 25,1 milljarður.

Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu í nóvember 2020 var því áætlað 74,5 milljarðar króna og dróst saman um 26% miðað við sama mánuð 2019. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 87 milljarðar og dróst saman um 7% miðað við sama mánuð árið á undan. Vöru- og þjónustujöfnuður var fyrir vikið áætlaður neikvæður um 12,5 milljarða króna í nóvember 2020 en var jákvæður um 7,2 milljarða í nóvember 2019.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 999,9 milljarðar króna á síðustu tólf mánuðum og dróst saman um 26% miðað við tólf mánuði þar á undan. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta fyrir sama tímabil var áætlað 1.026,6 milljarðar og dróst saman um 15% miðað við tólf mánuði þar á undan. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrir síðustu tólf mánuði er því áætlaður neikvæður um 26,7 milljarða samanborið við 137,1 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir tólf mánuðina þar á undan.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Verðmæti útflutnings og innflutnings vöru og þjónustu (milljarðar króna)
 Nóvember 2019Nóvember 2020Breyting % Desember 2018-Nóvember 2019 Desember 2019-Nóvember 2020Breyting %
Útflutningur á vöru- og þjónustu100,574,5-261.343,2999,9-26
Vöruútflutningur53,051,3-3664,3612,0-8
Þjónustuútflutningur47,523,2-51678,9387,9-43
Innflutningur á vöru- og þjónustu93,487,0-71.206,01.026,6-15
Vöruinnflutningur59,061,95768,5714,5-7
Þjónustuinnflutningur34,325,1-27437,5312,1-29
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði7,2-12,5137,1-26,7

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.