Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 62 milljarðar króna í október 2020 en vöruinnflutningur 65,8 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði var því áætlaður neikvæður um 3,7 milljarða króna. Í sama mánuði var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 0,8 milljarða króna en útflutt þjónusta var áætluð 24,6 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 23,8 milljarðar.

Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu í október 2020 var því áætlað 86,6 milljarðar króna og dróst saman um 30% miðað við sama mánuð 2019. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 89,6 milljarðar og dróst saman um 14% miðað við sama mánuð árið á undan. Vöru- og þjónustujöfnuður var fyrir vikið áætlaður neikvæður um 3 milljarða króna í október 2020 en var jákvæður um 19,6 milljarða í október 2019.

Verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta var áætlað 1.022,8 milljarðar króna á síðustu tólf mánuðum og dróst saman um 24% miðað við tólf mánuði þar á undan. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta fyrir sama tímabil var áætlað 1.029,6 milljarðar og dróst saman um 16% miðað við tólf mánuði þar á undan. Uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrir síðustu tólf mánuði er því áætlaður neikvæður um 6,7 milljarða samanborið við 123,8 milljarða jákvæðan jöfnuð fyrir tólf mánuðina þar á undan.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Verðmæti útflutnings og innflutnings vöru og þjónustu (milljarðar króna)
 Október 2019Október 2020Breyting % Nóvember 2018-Október 2019 Nóvember 2019-Október 2020Breyting %
Útflutningur á vöru- og þjónustu124,186,6-301.348,21.022,8-24
Vöruútflutningur66,062,0-6666,8613,7-8
Þjónustuútflutningur58,124,6-58681,4409,2-40
Innflutningur á vöru- og þjónustu104,589,6-141.224,31.029,6-16
Vöruinnflutningur65,865,80782,1709,4-9
Þjónustuinnflutningur38,723,8-38442,3320,1-28
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði19,6-3,0123,8-6,7

Talnaefni