Heildarútflutningur á þjónustu á fjórða ársfjórðungi 2014 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 110,9 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 99,1 milljarður. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 11,8 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi en var jákvæður um 18,9 milljarða á sama tíma árið 2013 á gengi hvors árs.
Samgöngur eru stærsti þjónustuliður í útflutningi og var afgangur vegna þeirrar þjónustu 23,2 milljarðar. Önnur viðskiptaþjónusta er stærsti þjónustuliður í innflutningi og nam halli af þeirri þjónustu 17,3 milljörðum. Halli á ferðaþjónustu var 4,5 milljarðar.
Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2014 var útflutningur á þjónustu 499,2 milljarðar en innflutningur á þjónustu 360,4 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um tæpa 138,8 milljarða en var jákvæður um 145,8 milljarða á árinu 2013 á gengi hvors árs.
Samgöngur skiluðu 129,3 milljarða króna afgangi og ferðaþjónusta skilaði 44,8 milljarða afgangi á árinu 2014. Á móti var halli á annarri viðskiptaþjónustu 66,6 milljarðar á árinu 2014 samkvæmt bráðabirgðatölum.
Áður útgefnar tölur um óbeint mælda fjármálaþjónustu (FISIM) hafa verið endurskoðaðar aftur til ársins 2011. Endurskoðunin 2013-2014 kemur í þjónustujöfnuðinn, en 2011-2012 í brúartöflu sem hefur verið uppfærð samhliða þessari útgáfu. Auk breytinga á óbeint mældri fjármálaþjónustu hafa tölur um smygl í brúartöflu einnig verið uppfærðar.
Tölur um þjónustuviðskipti við útlönd fyrir árið 2014 eftir ítarlegri flokkun og löndum verða birtar 1. september 2015.
Þjónustuviðskipti við útlönd 2014 | |||||
Alls | 1. ársfj. 2014 | 2. ársfj. 2014 | 3. ársfj. 2014 | 4. ársfj. 2014 | |
Verðmæti í milljónum króna | |||||
Útflutt þjónusta | 499.168,2 | 93.233,3 | 121.898,2 | 173.137,8 | 110.898,8 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 25.523,9 | 5.412,0 | 5.435,8 | 7.224,3 | 7.451,9 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | 4.679,3 | 961,1 | 1.131,4 | 1.233,4 | 1.353,5 |
3. Samgöngur og flutningar | 189.397,4 | 38.164,8 | 47.498,6 | 65.119,1 | 38.614,9 |
4. Ferðalög | 158.526,4 | 23.820,7 | 40.599,8 | 66.902,8 | 27.203,1 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 3.045,1 | 1.241,0 | 1.009,5 | 361,4 | 433,1 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | 2.739,0 | 646,6 | 639,8 | 748,2 | 704,4 |
7. Fjármálaþjónusta | 19.351,0 | 4.784,8 | 4.854,9 | 4.706,6 | 5.004,8 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 19.290,8 | 1.361,8 | 2.518,5 | 8.827,7 | 6.582,9 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 23.958,1 | 5.539,4 | 6.047,5 | 5.620,4 | 6.750,8 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | 43.383,9 | 9.282,5 | 9.441,1 | 9.832,1 | 14.828,2 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | 6.669,2 | 1.473,3 | 2.076,7 | 1.860,7 | 1.258,5 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 2.603,9 | 545,3 | 644,6 | 701,4 | 712,6 |
Innflutt þjónusta | 360.353,3 | 77.606,8 | 89.225,5 | 94.402,6 | 99.118,4 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 0,0 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | 17.038,0 | 4.394,5 | 4.089,0 | 4.592,3 | 3.962,2 |
3. Samgöngur og flutningar | 60.095,7 | 13.398,4 | 13.722,9 | 17.530,6 | 15.443,8 |
4. Ferðalög | 113.723,8 | 21.377,5 | 29.680,9 | 30.959,5 | 31.705,9 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 1.120,8 | 285,3 | 229,0 | 346,3 | 260,1 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | 4.498,0 | 1.375,9 | 1.005,0 | 1.062,2 | 1.054,8 |
7. Fjármálaþjónusta | 13.930,8 | 3.813,7 | 3.619,1 | 3.150,0 | 3.348,0 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 12.974,3 | 2.500,6 | 3.109,8 | 3.526,5 | 3.837,5 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 19.322,6 | 5.121,1 | 4.724,7 | 4.080,9 | 5.396,0 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | 109.996,2 | 23.448,5 | 26.854,2 | 27.540,7 | 32.152,7 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | 5.102,7 | 1.136,4 | 1.505,6 | 1.197,2 | 1.263,5 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 2.550,4 | 754,8 | 685,3 | 416,4 | 693,8 |
Þjónustujöfnuður | 138.814,8 | 15.626,5 | 32.672,8 | 78.735,2 | 11.780,4 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 25.523,9 | 5.412,0 | 5.435,8 | 7.224,3 | 7.451,9 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | -12.358,6 | -3.433,4 | -2.957,6 | -3.359,0 | -2.608,7 |
3. Samgöngur og flutningar | 129.301,7 | 24.766,4 | 33.775,7 | 47.588,4 | 23.171,1 |
4. Ferðalög | 44.802,5 | 2.443,2 | 10.919,0 | 35.943,3 | -4.502,9 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 1.924,3 | 955,7 | 780,5 | 15,1 | 173,0 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | -1.759,0 | -729,3 | -365,3 | -314,0 | -350,4 |
7. Fjármálaþjónusta | 5.420,3 | 971,1 | 1.235,8 | 1.556,6 | 1.656,7 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 6.316,5 | -1.138,8 | -591,3 | 5.301,2 | 2.745,4 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 4.635,5 | 418,3 | 1.322,9 | 1.539,5 | 1.354,9 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | -66.612,3 | -14.166,1 | -17.413,1 | -17.708,7 | -17.324,5 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | 1.566,5 | 336,9 | 571,1 | 663,6 | -5,1 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 53,5 | -209,6 | -40,7 | 284,9 | 18,9 |