FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 02. MARS 2015

Heildarútflutningur á þjónustu á fjórða ársfjórðungi 2014 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 110,9 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 99,1 milljarður. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 11,8 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi en var jákvæður um 18,9 milljarða á sama tíma árið 2013 á gengi hvors árs.

Samgöngur eru stærsti þjónustuliður í útflutningi og var afgangur vegna þeirrar þjónustu 23,2 milljarðar. Önnur viðskiptaþjónusta er stærsti þjónustuliður í innflutningi og nam halli af þeirri þjónustu 17,3 milljörðum. Halli á ferðaþjónustu var 4,5 milljarðar.

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2014 var útflutningur á þjónustu 499,2 milljarðar en innflutningur á þjónustu 360,4 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um tæpa 138,8 milljarða en var jákvæður um 145,8 milljarða á árinu 2013 á gengi hvors árs.

Samgöngur skiluðu 129,3 milljarða króna afgangi og ferðaþjónusta skilaði 44,8 milljarða afgangi á árinu 2014. Á móti var halli á annarri viðskiptaþjónustu 66,6 milljarðar á árinu 2014 samkvæmt bráðabirgðatölum.

Áður útgefnar tölur um óbeint mælda fjármálaþjónustu (FISIM) hafa verið endurskoðaðar aftur til ársins 2011. Endurskoðunin 2013-2014 kemur í þjónustujöfnuðinn, en 2011-2012 í brúartöflu sem hefur verið uppfærð samhliða þessari útgáfu.  Auk breytinga á óbeint mældri fjármálaþjónustu hafa tölur um smygl í brúartöflu einnig verið uppfærðar.

Tölur um þjónustuviðskipti við útlönd fyrir árið 2014 eftir ítarlegri flokkun og löndum verða birtar 1. september 2015.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2014          
  Alls  1. ársfj. 2014 2. ársfj. 2014 3. ársfj. 2014 4. ársfj. 2014
Verðmæti í milljónum króna          
Útflutt þjónusta 499.168,2 93.233,3 121.898,2 173.137,8 110.898,8
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara 25.523,9 5.412,0 5.435,8 7.224,3 7.451,9
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. 4.679,3 961,1 1.131,4 1.233,4 1.353,5
3. Samgöngur og flutningar 189.397,4 38.164,8 47.498,6 65.119,1 38.614,9
4. Ferðalög 158.526,4 23.820,7 40.599,8 66.902,8 27.203,1
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 3.045,1 1.241,0 1.009,5 361,4 433,1
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta 2.739,0 646,6 639,8 748,2 704,4
7. Fjármálaþjónusta 19.351,0 4.784,8 4.854,9 4.706,6 5.004,8
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. 19.290,8 1.361,8 2.518,5 8.827,7 6.582,9
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta 23.958,1 5.539,4 6.047,5 5.620,4 6.750,8
10. Önnur viðskiptaþjónusta 43.383,9 9.282,5 9.441,1 9.832,1 14.828,2
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta 6.669,2 1.473,3 2.076,7 1.860,7 1.258,5
12. Opinber þjónusta ót.a. 2.603,9 545,3 644,6 701,4 712,6
           
Innflutt þjónusta 360.353,3 77.606,8 89.225,5 94.402,6 99.118,4
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara 0,0 0,0 0,0 0,0 0,0
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. 17.038,0 4.394,5 4.089,0 4.592,3 3.962,2
3. Samgöngur og flutningar 60.095,7 13.398,4 13.722,9 17.530,6 15.443,8
4. Ferðalög 113.723,8 21.377,5 29.680,9 30.959,5 31.705,9
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 1.120,8 285,3 229,0 346,3 260,1
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta 4.498,0 1.375,9 1.005,0 1.062,2 1.054,8
7. Fjármálaþjónusta 13.930,8 3.813,7 3.619,1 3.150,0 3.348,0
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. 12.974,3 2.500,6 3.109,8 3.526,5 3.837,5
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta 19.322,6 5.121,1 4.724,7 4.080,9 5.396,0
10. Önnur viðskiptaþjónusta 109.996,2 23.448,5 26.854,2 27.540,7 32.152,7
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta 5.102,7 1.136,4 1.505,6 1.197,2 1.263,5
12. Opinber þjónusta ót.a. 2.550,4 754,8 685,3 416,4 693,8
           
Þjónustujöfnuður 138.814,8 15.626,5 32.672,8 78.735,2 11.780,4
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara 25.523,9 5.412,0 5.435,8 7.224,3 7.451,9
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. -12.358,6 -3.433,4 -2.957,6 -3.359,0 -2.608,7
3. Samgöngur og flutningar 129.301,7 24.766,4 33.775,7 47.588,4 23.171,1
4. Ferðalög 44.802,5 2.443,2 10.919,0 35.943,3 -4.502,9
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 1.924,3 955,7 780,5 15,1 173,0
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta -1.759,0 -729,3 -365,3 -314,0 -350,4
7. Fjármálaþjónusta 5.420,3 971,1 1.235,8 1.556,6 1.656,7
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. 6.316,5 -1.138,8 -591,3 5.301,2 2.745,4
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta 4.635,5 418,3 1.322,9 1.539,5 1.354,9
10. Önnur viðskiptaþjónusta -66.612,3 -14.166,1 -17.413,1 -17.708,7 -17.324,5
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta 1.566,5 336,9 571,1 663,6 -5,1
12. Opinber þjónusta ót.a. 53,5 -209,6 -40,7 284,9 18,9

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.