Vöruskiptajöfnuður
Í desembermánuði 2012 voru fluttar út vörur fyrir 45 milljarða króna og inn fyrir 41,5 milljarða króna fob (44,5 milljarða króna cif). Vöruskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 3,5 milljarða króna. Í desember 2011 voru vöruskiptin hagstæð um rúmar 250 milljónir króna á sama gengi¹.
Allt árið 2012 voru fluttar út vörur fyrir 631,6 milljarða króna en inn fyrir 556,1 milljarð króna fob (tæpa 598 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 75,5 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 99,4 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 23,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Árið 2012 var verðmæti vöruútflutnings 3,1 milljarði eða 0,5% minna á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 52,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,7% minna en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 42,5% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 4,3% meira en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í útflutningi sjávarafurða, aðallega á ferskum fiski. Á móti kom samdráttur í verðmæti útflutnings iðnaðarvara, aðallega áls og álafurða.
Innflutningur
Árið 2012 var verðmæti vöruinnflutnings 20,8 milljörðum eða 3,9% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Aukning innflutnings varð mest í flutningatækjum en á móti kom samdráttur í verðmæti innflutnings hrá- og rekstrarvara.
Vöruskiptin við útlönd janúar - desember 2012 | |||||
Millj. kr á gengi ársins 2012 | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % jan-desember | ||||
desember | Janúar-desember | ||||
2011 | 2012 | 2011 | 2012 | ||
Útflutningur alls fob | 56.205 | 45.010 | 634.700 | 631.610 | -0,5 |
Innflutningur alls fob | 55.948 | 41.519 | 535.275 | 556.074 | 3,9 |
Vöruskiptajöfnuður | 257 | 3.491 | 99.425 | 75.535 | . |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar-desember 2011 og 2012 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-desember | ||||
Desember | Janúar-desember | ||||
2011 | 2012 | 2011 | 2012 | ||
Útflutningur alls fob | 53.682,3 | 45.010,2 | 620.127,4 | 631.609,6 | -0,5 |
Sjávarafurðir | 22.340,8 | 16.639,9 | 251.572,9 | 268.627,4 | 4,3 |
Landbúnaðarvörur | 2.119,0 | 1.062,6 | 9.910,5 | 11.370,7 | 12,1 |
Iðnaðarvörur | 27.200,6 | 26.235,2 | 335.479,2 | 330.686,5 | -3,7 |
Aðrar vörur | 2.021,9 | 1.072,4 | 23.164,8 | 20.925,0 | -11,7 |
Innflutningur alls fob | 53.436,4 | 41.519,1 | 522.985,3 | 556.074,3 | 3,9 |
Matvörur og drykkjarvörur | 3.812,6 | 3.959,8 | 47.949,8 | 50.343,5 | 2,6 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 9.275,5 | 10.041,2 | 165.225,2 | 158.223,3 | -6,4 |
Eldsneyti og smurolíur | 5.392,8 | 5.427,4 | 76.233,2 | 84.344,4 | 8,1 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 10.775,3 | 11.483,0 | 114.279,5 | 118.174,8 | 1,0 |
Flutningatæki | 12.505,6 | 4.592,5 | 45.149,8 | 72.666,5 | 57,2 |
Neysluvörur ót.a. | 6.746,0 | 5.955,1 | 68.536,5 | 70.848,0 | 1,0 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 4.928,7 | 60,0 | 5.611,2 | 1.473,8 | -74,3 |
Vöruskiptajöfnuður | 245,9 | 3.491,1 | 97.142,1 | 75.535,2 | . |
¹ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 2,3% hærra mánuðina janúar–desember 2012 en sömu mánuði fyrra árs.
Í desember 2012 var meðalverð erlends gjaldeyris 4,7% hærra en í desember árið áður.
Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta þær breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar niðurstöður fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.