Hagtölur um útfluttar sjávarafurðir, eftir uppruna og vinnslutegund, eru nú birtar fyrir tímabilið 1947-2018 undir sögulegum hagtölum. Tölurnar sýna á aðgengilegan hátt hvernig útfluttar aflategundir skiptast eftir vinnslutegund yfir lengra árabil en áður hefur verið aðgengilegt. Tölurnar sýna bæði magn og verðmæti útflutnings. Skýringar fylgja töflunni og eru notendur hvattir til að kynna sér þær.

Í þessum tölum eru undanskildar hvalafurðir og er í því sambandi vísað til sérstakrar töflu sem Hagstofan birti 22. mars 2019 um hvalveiðar og útfluttar hvalafurðir.

Hagstofan hefur í undirbúningi að birta á næstunni fleiri sögulegar hagtölur um fleiri þætti utanríkisverslunar sem hafa ekki áður birst með samræmdum hætti yfir langt tímabil.

Talnaefni