Á árinu 2011 var seld þjónusta til útlanda fyrir 344,3 milljarða króna en keypt var þjónusta frá útlöndum fyrir 302,7 milljarða króna. Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 41,6 milljarða króna en var hagstæður um 34,8 milljarða á árinu 2010 á gengi hvors árs.

Á árinu 2011 var mest selt til útlanda af samgöngu- og flutningaþjónustu líkt og árið áður. Samgöngu- og flutningaþjónusta var 158,4 milljarðar eða 46% af heildarútflutningi þjónustu. Stærsti liður innan samgöngu- og flutningaþjónustu var tekjur af flugsamgöngum, 41,1% af heildarútflutningi. Næst samgönguþjónustu kom sala á ferðaþjónustu sem skilaði 25,2% af heildartekjum vegna þjónustuútflutnings á árinu 2011.

Á árinu 2011 var mest keypt frá útlöndum af samgöngu- og flutningaþjónustu, 91 milljarður eða 30,1% af heildarútflutningi þjónustu. Stærsti liður innan samgöngu- og flutningaþjónustu var kaup á flugsamgöngum, 18,4% af heildarinnflutningi. Næst samgönguþjónustu komu kaup á ferðaþjónustu, 28,4%, og önnur viðskiptaþjónusta (stærsti liður rekstrarleiga), 28,1% af heildarkaupum á þjónustu árið 2011.

Samgöngu- og flutningaþjónusta skiluðu 67,4 milljarða króna afgangi og tekjur vegna einkaréttar og annarra eignaréttinda skilaði 14 milljarða króna afgangi en hins vegar var 33,8 milljarða krónu halli á annarri viðskiptaþjónustu.

Þjónustuviðskipti voru mest til og frá ESB ríkjum, 59% af útfluttri þjónustu og 65,3% af innfluttri þjónustu. Jöfnuður þjónustu við ESB var hagstæður um 5,4 milljarða á árinu 2011 en var hagstæður um 9,8 milljarða á árinu 2010 á gengi hvors árs.

Bretland, Bandaríkin og Danmörk báru höfuð og herðar yfir önnur ríki hvað varðar innflutning á þjónustu á árinu 2011, en í útflutningi á þjónustu voru þrjú stærstu ríkin Bandaríkin, Danmörk og Þýskaland. Bandaríkin voru stærsta viðskiptalandið í útflutningi á þjónustu árið 2011, en Danmörk árið áður. Sala á þjónustu til Bandaríkjanna var 12,4% af útfluttri þjónustu en næst kom Danmörk með 10,7% og Þýskaland með 8,5%. Ísland keypti mest af þjónustu frá Bretlandi á árinu 2011, en frá Bandaríkjunum árið áður. Kaup á þjónustu frá Bretlandi var 19,3% af innfluttri þjónustu og næst komu Bandaríkin með 18,1% og Danmörk með 17,7%. Hlutur Bandaríkjanna var mestur af einstökum ríkjum hvað varðar selda þjónustu en halli á þjónustuviðskiptum við Bandaríkin nam 12,3 milljörðum. Halli á þjónustuviðskiptum við stærsta þjónustuinnflutningslandið, Bretland, var 29,3 milljarðar á árinu 2011.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2011 eftir flokkunum
  Útflutningur % Innflutningur % Jöfnuður
Verðmæti í milljónum króna          
Þjónusta alls 344.268,7 100,0 302.670,4 100,0 41.598,3
1. Samgöngur og flutningar 158.406,9 46,0 91.033,2 30,1 67.373,8
2. Ferðaþjónusta 86.763,3 25,2 85.872,3 28,4 891,0
3. Póst- og fjarskiptaþjónusta 4.964,9 1,4 7.165,2 2,4 -2.200,3
4. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 854,3 0,2 84,5 0,0 769,8
5. Tryggingaþjónusta 3.842,2 1,1 7.500,5 2,5 -3.658,2
6. Fjármálaþjónusta 586,0 0,2 1.523,5 0,5 -937,6
7. Tölvu- og upplýsingaþjónusta 6.449,5 1,9 6.714,7 2,2 -265,2
8. Gjöld vegna einkaréttar og annarra eignaréttinda 25.291,0 7,3 11.272,3 3,7 14.018,7
9. Önnur viðskiptaþjónusta 51.128,1 14,9 84.933,9 28,1 -33.805,8
10. Menningar- og afþreyingarþjónusta 2.469,5 0,7 4.271,8 1,4 -1.802,4
11. Opinber þjónusta ó.t.a. 3.513,1 1,0 2.298,6 0,8 1.214,5

Þjónustuviðskipti við útlönd árið 2011 eftir markaðssvæðum      
  Útflutningur % Innflutningur % Jöfnuður
Verðmæti í milljónum króna          
Þjónusta alls 344.268,7 100,0 302.670,4 100,0 41.598,3
ESB 203.037,5 59,0 197.686,8 65,3 5.350,7
EFTA 26.703,6 7,8 24.920,0 8,2 1.783,6
Önnur Evrópulönd 10.914,2 3,2 4.571,0 1,5 6.343,2
Bandaríkin 42.534,4 12,4 54.849,1 18,1 -12.314,7
Kanada 11.498,6 3,3 4.530,5 1,5 6.968,1
Önnur lönd 46.785,9 13,6 15.732,3 5,2 31.053,6
Ótilgreint á land 2.794,5 0,8 380,8 0,1 2.413,7

 
Nánari sundurliðun á þjónustuflokkum og ríkjaskiptingu má sjá á vef Hagstofunnar.

Athygli skal vakin á því að auk niðurstaðna fyrir árið 2011 hafa niðurstöður fyrir árin 2009 og 2010 verið endurskoðaðar.

Talnaefni