Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 1. september 2015 09:08 frá upprunalegri útgáfu.
Á árinu 2014 var seld þjónusta til útlanda fyrir 498,4 milljarða króna en keypt var þjónusta frá útlöndum fyrir 363,6 milljarða króna. Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 134,8 milljarða króna.
Á árinu 2014 var mest selt til útlanda af samgöngu- og flutningaþjónustu líkt og árið áður. Sala á samgöngu- og flutningaþjónustu var 189,2 milljarðar eða 38% af heildarútflutningi þjónustu. Árið 2013 nam salan 190,1 milljarði, á gengi hvors árs. Næst samgönguþjónustu kom sala á ferðaþjónustu og nam hún 159 milljörðum eða 31,9% af heildartekjum vegna þjónustuútflutnings á árinu 2014. Árið 2013 nam sala á ferðaþjónustu 130,8 milljörðum á gengi hvors árs. Sala af annarri viðskiptaþjónustu nam 40 milljörðum eða 8% af heildarútflutningi þjónustu árið 2014. Árið 2013 nam sú þjónusta 38,2 milljörðum, á gengi hvors árs.
Á árinu 2014 var mest keypt frá útlöndum af ferðaþjónustu, 113,6 milljarðar eða 31,2% af heildarinnflutningi þjónustu. Árið 2013 námu þau kaup 103,5 milljörðum á gengi hvors árs. Á eftir ferðaþjónustu var mest keypt af annarri viðskiptaþjónustu, 109,8 milljarðar eða 30,2% af heildarinnflutningi þjónustu. Rekstrarleiga er stærsti liður annarrar viðskiptaþjónustu. Árið 2013 námu þau kaup tæpum 99 milljörðum á gengi hvors árs. Þar á eftir voru kaup á samgöngu- og flutningaþjónustu, 58,5 milljarðar eða 16,1% af heildarinnflutningi á þjónustu árið 2014. Árið 2013 námu þau kaup 59,8 milljörðum, á gengi hvors árs.
Samgöngu- og flutningaþjónusta skiluðu 130,7 milljarða króna afgangi og ferðaþjónusta skilaði 45,5 milljarða króna afgangi. Hins vegar var 69,8 milljarða króna halli af annarri viðskiptaþjónustu. Árið 2013 skiluðu samgöngu- og flutningaþjónusta 130,3 milljarða króna afgangi og ferðaþjónusta 27,3 milljörðum, á gengi hvors árs. Halli af annarri viðskiptaþjónustu nam 60,7 milljörðum árið 2013, á gengi hvors árs.
Þjónustuviðskipti voru mest til og frá ESB ríkjum, 47,9% af útfluttri þjónustu og 61,2% af innfluttri þjónustu. Afgangur var af jöfnuði við ESB sem nam tæplega 16,2 milljarði á árinu 2014. Innflutningur og útflutningur á þjónustu árið 2014 við einstök lönd var, eins og fyrri ár, mest við Bretland, Bandaríkin og Danmörku.
Töflur með ýtarlegri sundurliðun þjónustuflokka og landaskiptingu hafa verið birtar á vef Hagstofunnar.
Þjónustuviðskipti við útlönd 2014 eftir flokkunum | |||||
2014 | |||||
Útflutningur | % | Innflutningur | % | Jöfnuður | |
Verðmæti í milljónum króna | |||||
Þjónusta alls | 498.447,8 | 100,0 | 363.611,8 | 100,0 | 134.836,0 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 25.523,9 | 5,1 | 0,0 | 0,0 | 25.523,9 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | 5.980,2 | 1,2 | 17.733,8 | 4,9 | -11.753,6 |
3. Samgöngur og flutningar | 189.240,4 | 38,0 | 58.531,0 | 16,1 | 130.709,4 |
4. Ferðalög | 159.049,6 | 31,9 | 113.594,1 | 31,2 | 45.455,5 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 3.571,7 | 0,7 | 765,7 | 0,2 | 2.805,9 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | 2.714,4 | 0,5 | 5.301,7 | 1,5 | -2.587,3 |
7. Fjármálaþjónusta | 19.248,2 | 3,9 | 15.022,5 | 4,1 | 4.225,7 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 18.744,6 | 3,8 | 13.826,4 | 3,8 | 4.918,2 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 25.925,6 | 5,2 | 20.573,7 | 5,7 | 5.351,8 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | 39.955,3 | 8,0 | 109.769,9 | 30,2 | -69.814,6 |
11. Menningar, afþreyingar og persónuleg þjónusta | 5.206,3 | 1,0 | 6.213,0 | 1,7 | -1.006,7 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 3.287,5 | 0,7 | 2.279,9 | 0,6 | 1.007,6 |
Þjónustuviðskipti við útlönd árið 2014 eftir markaðssvæðum | |||||
2014 | |||||
Útflutningur | % | Innflutningur | % | Jöfnuður | |
Verðmæti í milljónum króna | |||||
Þjónusta alls | 498.447,8 | 100,0 | 363.611,8 | 100,0 | 134.836,0 |
ESB | 238.654,6 | 47,9 | 222.482,3 | 61,2 | 16.172,2 |
EFTA | 63.108,7 | 12,7 | 26.606,6 | 7,3 | 36.502,1 |
Önnur Evrópulönd | 12.208,4 | 2,4 | 6.768,6 | 1,9 | 5.439,9 |
Bandaríkin | 83.543,7 | 16,8 | 70.004,6 | 19,3 | 13.539,0 |
Kanada | 19.440,0 | 3,9 | 4.481,3 | 1,2 | 14.958,7 |
Önnur lönd | 66.757,3 | 13,4 | 22.192,6 | 6,1 | 44.564,7 |
Ótilgreint á land | 14.735,2 | 3,0 | 11.075,9 | 3,0 | 3.659,3 |