FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 02. SEPTEMBER 2016

Á árinu 2015 voru heildartekjur af þjónustuútflutningi 574,4 milljarðar króna en útgjöld vegna innfluttrar þjónustu 372,3 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 202,1 milljarð króna samanborið við 135,7 milljarða afgang árið 2014.

Stærsti tekjuliðurinn voru útflutningstekjur á ferðaþjónustu 213,3 milljarðar eða 37,1% af heild en árið 2014 námu þær 160,1 milljarði á gengi hvors árs. Þjónustuútflutningur á samgöngum og flutningum var 205 milljarðar króna eða 35,7% af heildarútflutningi en  árið 2014 nam útflutningurinn 189,2 milljarði króna, á gengi hvors árs. Þjónustuútflutningur annarrar viðskiptaþjónustu nam 40,1 milljarði króna eða 7% af heildarútflutningi þjónustu árið 2015 sem er nánast sama upphæð og árið áður.

Útgjöld vegna innfluttrar þjónustu á árinu 2015 voru mest vegna ferðaþjónustu,  131,4 milljarðar króna eða 35,3% af heildarinnflutningi þjónustu en námu 113,6 milljörðum króna árið 2014, á gengi hvors árs. Á eftir ferðaþjónustu voru mest útgjöld vegna annarrar viðskiptaþjónustu, 100,1 milljarður króna eða 26,9% af heildarinnflutningi þjónustu en námu tæpum 109,8 milljörðum króna árið 2014, á gengi hvors árs. Rekstrarleiga er stærsti liður annarrar viðskiptaþjónustu. Útgjöld vegna samgangna og flutninga námu 63 milljörðum króna eða 16,9% af heildar þjónustuinnflutningi árið 2015. Árið 2014 námu þau kaup 58,5 milljörðum króna, á gengi hvors árs.

Afgangur vegna ferðaþjónustu árið 2015 nam 81,9 milljörðum króna en mestur afgangur var af samgöngum og flutningum eða 142 milljarðar króna. Mestur halli var vegna annarrar viðskiptaþjónustu eða 60 milljarðar króna. Til samanburðar var afgangur af samgöngum og flutningum 130,7 milljarður króna árið 2014 og afgangur vegna ferðaþjónustu 46,5 milljarðar króna, á gengi hvors árs. Halli af annarri viðskiptaþjónustu nam aftur á móti 69,8 milljörðum króna árið 2014.

Þjónustuviðskipti voru mest til og frá ESB ríkjum, 47,6% af útfluttri þjónustu og 64,6% af innfluttri þjónustu. Afgangur var af jöfnuði við ESB sem nam 33 milljörðum króna á árinu 2015. Innflutningur og útflutningur á þjónustu árið 2015 við einstök lönd var, eins og fyrri ár, mest við Bretland og Bandaríkin. 

Töflur með ýtarlegri sundurliðun þjónustuflokka og landaskiptingu eru birtar á vef Hagstofunnar.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2015 eftir flokkunum        
  Útflutningur % Innflutningur % Jöfnuður
Verðmæti í milljónum króna          
Þjónusta alls 574.362,5 100,0 372.250,4 100,0 202.112,0
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara 17.956,5 3,1 0,0 0,0 17.956,5
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. 5.355,0 0,9 18.196,9 4,9 -12.841,9
3. Samgöngur og flutningar 205.022,1 35,7 63.037,2 16,9 141.985,0
4. Ferðalög 213.328,7 37,1 131.407,1 35,3 81.921,6
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 2.455,8 0,4 1.835,7 0,5 620,2
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta 3.055,4 0,5 4.718,7 1,3 -1.663,2
7. Fjármálaþjónusta 16.687,0 2,9 9.910,3 2,7 6.776,7
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. 30.337,2 5,3 11.055,8 3,0 19.281,4
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta 31.878,6 5,6 23.337,9 6,3 8.540,8
10. Önnur viðskiptaþjónusta 40.053,8 7,0 100.096,4 26,9 -60.042,6
11. Menningar, afþreyingar og persónuleg þjónusta 5.717,4 1,0 6.594,5 1,8 -877,2
12. Opinber þjónusta ót.a. 2.514,8 0,4 2.060,0 0,6 454,8
Þjónustuviðskipti við útlönd árið 2015 eftir markaðssvæðum      
  Útflutningur % Innflutningur % Jöfnuður
Verðmæti í milljónum króna          
Þjónusta alls 574.362,5 100,0 372.250,4 100,0 202.112,0
ESB 273.605,4 47,6 240.569,6 64,6 33.035,9
EFTA 55.627,7 9,7 25.892,3 7,0 29.735,5
Önnur Evrópulönd 9.521,4 1,7 6.809,6 1,8 2.711,8
Bandaríkin 126.227,9 22,0 68.155,2 18,3 58.072,7
Kanada 22.557,5 3,9 5.387,5 1,4 17.170,0
Önnur lönd 76.273,2 13,3 20.296,3 5,5 55.977,0
Ótilgreint á land 10.549,3 1,8 5.140,0 1,4 5.409,3


Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.