Heildarútflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi 2015 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 101,2 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 81,8 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 19,5 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi en var jákvæður um 15,6 milljarða á sama tíma árið 2014 á gengi hvors árs.
Útflutt samgöngu- og flutningaþjónusta nam 36,1 milljarði og var stærsti liðurinn í útfluttri þjónustu á ársfjórðungnum. Innflutt samgöngu- og flutningaþjónusta nam 13,3 milljörðum. Afgangur nam því 22,8 milljörðum.
Innflutt ferðaþjónusta nam 24,7 milljörðum og var stærsti liðurinn í innfluttri þjónustu á ársfjórðungnum. Útflutt ferðaþjónusta var 31,3 milljarðar og því nam afgangur hennar 6,6 milljörðum. Afgangur á sama ársfjórðungi árið 2014 nam 2,4 milljörðum á gengi hvors árs.
Önnur innflutt viðskiptaþjónusta nam 21,8 milljörðum og útflutningur hennar 8,6 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi. Líkt og fyrri ár var halli mestur af þessum þjónustulið eða 13,3 milljarðar.
Samhliða þessari útgáfu hefur brúartafla verið uppfærð. Taflan sýnir breytingar á útgefnum tölum á vöru- og þjónustuviðskiptum og tölum um viðskipti eins og þau birtast í greiðslujöfnuði.
Með þessari útgáfu er birt ný tafla um valda liði vöru og þjónustu 2013-2015.
Þjónustuviðskipti við útlönd 2015 | |
1. ársfj. 2015 | |
Verðmæti í milljónum króna | |
Útflutt þjónusta | 101.223,2 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 6.278,5 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | 1.498,3 |
3. Samgöngur og flutningar | 36.085,7 |
4. Ferðalög | 31.341,0 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 341,9 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | 535,0 |
7. Fjármálaþjónusta | 4.449,0 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 4.380,6 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 6.556,9 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | 8.558,4 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | 645,8 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 552,1 |
Innflutt þjónusta | 81.751,4 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 0,0 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | 5.064,7 |
3. Samgöngur og flutningar | 13.331,7 |
4. Ferðalög | 24.729,8 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 264,8 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | 1.552,1 |
7. Fjármálaþjónusta | 3.146,1 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 3.330,7 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 6.335,1 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | 21.808,8 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | 1.803,7 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 384,0 |
Þjónustujöfnuður | 19.471,8 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 6.278,5 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | -3.566,3 |
3. Samgöngur og flutningar | 22.754,0 |
4. Ferðalög | 6.611,2 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 77,1 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | -1.017,1 |
7. Fjármálaþjónusta | 1.302,9 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 1.049,9 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 221,8 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | -13.250,4 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | -1.157,9 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 168,2 |