Heildarútflutningstekjur á þjónustu á öðrum ársfjórðungi 2015 voru, samkvæmt bráðabirgðatölum, 149,0 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 94,3 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 54,7 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi en var jákvæður um 32,1 milljarð á sama tíma árið 2014 á gengi hvors árs.
Ferðaþjónusta var stærsti liðurinn í bæði inn- og útflutningi á þjónustu á ársfjórðungnum. Útflutt ferðaþjónusta var 54,6 milljarðar á meðan innflutt ferðaþjónusta nam 34,1 milljarði. Afgangur hennar nam því 20,4 milljörðum. Afgangur á sama ársfjórðungi árið 2014 nam 11,2 milljörðum á gengi hvors árs.
Útflutt samgöngu- og flutningaþjónusta nam 50,8 milljörðum á ársfjórðungnum á meðan innflutt samgöngu- og flutningaþjónusta nam 17,2 milljörðum. Afgangur nam því 33,6 milljörðum.
Önnur innflutt viðskiptaþjónusta nam 23,1 milljarði og útflutningur hennar 8,3 milljörðum á öðrum ársfjórðungi. Líkt og fyrri ár var halli mestur af þessum þjónustulið eða 14,8 milljarðar.
Samhliða þessari útgáfu hefur brúartafla verið uppfærð allt frá árinu 1997. Taflan sýnir breytingar á útgefnum tölum á vöru- og þjónustuviðskiptum og tölum um viðskipti eins og þau birtast í greiðslujöfnuði. Einnig hefur tafla sem sýnir valda liði í útflutningi vöru- og þjónustuviðskipta verið uppfærð.
Þjónustuviðskipti við útlönd 2015 - fyrsti og annar ársfjórðungur | |||
Alls | 1. ársfj. 2015 | 2. ársfj. 2015 | |
Verðmæti í milljónum króna | |||
Útflutt þjónusta | 249.503,1 | 100.522,5 | 148.980,5 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 11.359,1 | 6.278,5 | 5.080,6 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | 2.671,9 | 1.341,6 | 1.330,3 |
3. Samgöngur og flutningar | 86.988,2 | 36.221,2 | 50.767,0 |
4. Ferðalög | 85.254,0 | 30.695,8 | 54.558,2 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 968,3 | 338,6 | 629,7 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | 1.106,7 | 453,4 | 653,2 |
7. Fjármálaþjónusta | 8.606,1 | 4.213,4 | 4.392,7 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 19.560,9 | 4.445,5 | 15.115,4 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 13.376,5 | 6.695,2 | 6.681,3 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | 16.797,4 | 8.522,6 | 8.274,7 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | 1.764,6 | 790,2 | 974,5 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 1.049,3 | 526,5 | 522,8 |
Innflutt þjónusta | 174.989,6 | 80.713,5 | 94.276,1 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 0,0 | 0,0 | 0,0 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | 10.513,2 | 4.986,1 | 5.527,1 |
3. Samgöngur og flutningar | 30.431,3 | 13.266,2 | 17.165,1 |
4. Ferðalög | 58.789,0 | 24.651,6 | 34.137,4 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 337,2 | 206,8 | 130,4 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | 2.655,0 | 1.554,7 | 1.100,4 |
7. Fjármálaþjónusta | 5.301,8 | 2.662,9 | 2.638,9 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 6.678,7 | 3.324,0 | 3.354,7 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 11.328,7 | 6.214,4 | 5.114,2 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | 44.843,9 | 21.751,0 | 23.092,9 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | 2.821,3 | 1.420,3 | 1.401,0 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 1.289,5 | 675,5 | 614,0 |
Þjónustujöfnuður | 74.513,5 | 19.809,1 | 54.704,4 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 11.359,1 | 6.278,5 | 5.080,6 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | -7.841,3 | -3.644,5 | -4.196,8 |
3. Samgöngur og flutningar | 56.556,8 | 22.954,9 | 33.601,9 |
4. Ferðalög | 26.465,0 | 6.044,1 | 20.420,8 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 631,1 | 131,8 | 499,3 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | -1.548,3 | -1.101,2 | -447,1 |
7. Fjármálaþjónusta | 3.304,4 | 1.550,5 | 1.753,8 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 12.882,2 | 1.121,5 | 11.760,7 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 2.047,8 | 480,8 | 1.567,0 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | -28.046,5 | -13.228,3 | -14.818,2 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | -1.056,6 | -630,1 | -426,5 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | -240,1 | -149,0 | -91,1 |