Vinsamlega athugið að þessari fréttatilkynningu hefur verið breytt frá upprunalegri útgáfu.  Ný fréttatilkynning var gefin út í staðinn.

Útflutningur á þjónustu á öðrum ársfjórðungi 2012 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 101,7 milljarðar en innflutningur á þjónustu 85,8 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á öðrum ársfjórðungi var því jákvæður um 15,9 milljarða króna.

Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi á þjónustu og afgangur vegna þeirrar þjónustu var 17 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu 8 milljörðum. Afgangur á ferðaþjónustu var 6,8 milljarðar.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2012    
  Alls 1. ársfj. 2012 2. ársfj. 2012
Verðmæti í milljónum króna      
Útflutt þjónusta 168.162,3 66.450,7 101.711,6
Samgöngur 79.046,0 33.875,6 45.170,4
Ferðalög 40.221,8 13.074,6 27.147,1
Önnur þjónusta 48.894,5 19.500,5 29.394,0
       
Innflutt þjónusta 158.666,6 72.818,9 85.847,7
Samgöngur 50.083,6 21.949,3 28.134,3
Ferðalög 39.160,1 18.850,3 20.309,8
Önnur þjónusta 69.423,0 32.019,3 37.403,6
       
Þjónustujöfnuður 9.495,7 -6.368,2 15.863,8
Samgöngur 28.962,4 11.926,4 17.036,1
Ferðalög 1.061,7 -5.775,7 6.837,3
Önnur þjónusta -20.528,5 -12.518,9 -8.009,6

Talnaefni