Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi 2012 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 124,1 milljarður en innflutningur á þjónustu 89,3 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 34,8 milljarða króna en var jákvæður um 28,7 milljarða á þriðja ársfjórðungi 2011 á gengi hvors árs.

Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi og afgangur vegna þeirrar þjónustu var 27,6 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu 12,9 milljörðum. Afgangur á ferðaþjónustu var 20,1 milljarður.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2012      
  Alls 1. ársfj. 2012 2. ársfj. 2012 3. ársfj. 2012
Verðmæti í milljónum króna        
Útflutt þjónusta 291.787,7 66.677,3 100.969,2 124.141,2
Samgöngur 135.828,4 33.885,4 45.310,2 56.632,7
Ferðalög 88.385,3 12.987,7 28.392,7 47.004,9
Önnur þjónusta 67.574,0 19.804,1 27.266,3 20.503,5
         
Innflutt þjónusta 253.084,8 72.817,7 90.928,8 89.338,3
Samgöngur 78.847,8 21.949,3 27.828,3 29.070,2
Ferðalög 71.966,1 18.850,3 26.225,8 26.890,0
Önnur þjónusta 102.270,9 32.018,2 36.874,6 33.378,1
         
Þjónustujöfnuður 38.702,8 -6.140,5 10.040,4 34.802,9
Samgöngur 56.980,6 11.936,2 17.481,9 27.562,5
Ferðalög 16.419,2 -5.862,6 2.166,9 20.115,0
Önnur þjónusta -34.697,0 -12.214,1 -9.608,3 -12.874,6

Talnefni