FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 31. MAÍ 2013

Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi 2013 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 77,3 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 76,6 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 0,6 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi en var neikvæður um 5,7 milljarða á sama tíma 2012 á gengi hvors árs.

Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi og afgangur vegna þeirrar þjónustu var 14,3 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu 12,2 milljörðum. Halli á ferðaþjónustu var 1,5 milljarðar.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2013
  1. ársfj. 2013
Verðmæti í milljónum króna  
Útflutt þjónusta 77.254,3
Samgöngur 37.837,9
Ferðalög 18.721,7
Önnur þjónusta 20.694,8
   
Innflutt þjónusta 76.629,4
Samgöngur 23.498,3
Ferðalög 20.193,1
Önnur þjónusta 32.938,0
   
Þjónustujöfnuður 624,9
Samgöngur 14.339,6
Ferðalög -1.471,4
Önnur þjónusta -12.243,3

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.