Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi 2014 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 85 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 84,1 milljarður. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 842 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi en var neikvæður um 187,4 milljónir á sama tíma 2013 á gengi hvors árs.

Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi og afgangur vegna þeirrar þjónustu var 14,9 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu 15,8 milljörðum. Afgangur af ferðalögum var 1,7 milljarðar.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2014  
  1. ársfj. 2014
Verðmæti í milljónum króna  
Útflutt þjónusta 84.958,8
Samgöngur 38.604,8
Ferðalög 23.845,9
Önnur þjónusta 22.508,1
   
Innflutt þjónusta 84.116,8
Samgöngur 23.688,7
Ferðalög 22.144,2
Önnur þjónusta 38.283,9
   
Þjónustujöfnuður 842,0
Samgöngur 14.916,1
Ferðalög 1.701,7
Önnur þjónusta -15.775,8

Talnaefni