FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 01. SEPTEMBER 2014

Útflutningur á þjónustu á öðrum ársfjórðungi 2014 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 122,6 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 88,4 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um tæpa 34,2 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi en var jákvæður um 39,5 milljarða á sama tíma 2013 á gengi hvors árs.

Samgöngur og flutningar er stærsti þjónustuliður í útflutningi og afgangur vegna þeirrar þjónustu var 33,2 milljarðar. Ferðalög eru nú stærsti liður í innflutningi en afgangur vegna þeirra nam 11,1 milljarði. Halli var mestur af annarri viðskiptaþjónustu og nam 17,1 milljarði.

Nýir staðlar þjónustuviðskipta hafa verið teknir í notkun og þar er þjónustuskipt  í tólf flokka árið 2014 í stað þriggja flokka áður. Sambærilegar tölur hafa verið birtar fyrir árið 2013, auk nánari skiptingu flokka á undirliði þjónustu og viðskiptalönd. Breytingar vegna nýrra staðla eru eftirfarandi:

  • Óbeint mæld fjármálaþjónusta (FISIM) bætist við þjónustuviðskipti. Við útflutning bætast 2,6 milljarðar en við innflutning 1,3 milljarðar.
  • Framleiðsluþjónusta bætist við þjónustuviðskipti. Við útflutning bætast 5,4 milljarðar á öðrum ársfjórðungi 2014.
  • Milliliðaþjónusta er ekki lengur talin með í þjónustuviðskiptum en er bætt við vöruskipti í greiðslujöfnuði. Frá útflutningi dragast 4,4 milljarðar á öðrum ársfjórðungi 2014.
  • Kaup innlendra aðila (flutningsfara) á eldsneyti erlendis eru ekki lengur talin með í þjónustuviðskiptum en bætast við vöruskipti. Frá innflutningi dragast 7,2 milljarðar á öðrum ársfjórðungi 2014.


Hagstofa gefur út brúartöflu, samhliða þessari útgáfu, til að sýna breytingar á útgefnum tölum á vöru- og þjónustuviðskiptum og tölum um viðskipti eins og þau birtast í greiðslujöfnuði. Brúartaflan verður uppfærð á sama tíma og upplýsingar um þjónustuviðskipti við útlönd eru birt.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2014
  Alls  1. ársfj. 2014 2. ársfj. 2014
Verðmæti í milljónum króna      
Útflutt þjónusta 213.221,8 90.658,8 122.563,0
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara 10.847,7 5.412,0 5.435,8
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. 2.294,5 971,6 1.322,8
3. Samgöngur og flutningar 85.104,7 38.108,6 46.996,1
4. Ferðalög 63.432,5 22.785,6 40.647,0
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 2.686,8 1.303,5 1.383,3
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta 1.243,7 631,1 612,6
7. Fjármálaþjónusta 8.080,4 3.995,1 4.085,3
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. 4.027,9 1.362,1 2.665,8
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta 11.789,8 5.607,1 6.182,7
10. Önnur viðskiptaþjónusta 19.015,8 8.825,9 10.189,9
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta 3.508,1 1.111,1 2.396,9
12. Opinber þjónusta ót.a. 1.189,9 545,3 644,6
       
Innflutt þjónusta 164.694,3 76.286,5 88.407,7
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara 0,0 0,0 0,0
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. 8.373,8 4.305,0 4.068,8
3. Samgöngur og flutningar 26.506,9 12.759,8 13.747,1
4. Ferðalög 51.679,7 22.105,9 29.573,9
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 615,7 351,4 264,3
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta 2.635,6 1.538,0 1.097,6
7. Fjármálaþjónusta 4.785,0 2.446,8 2.338,1
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. 5.581,5 2.506,6 3.074,9
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta 9.873,9 5.116,2 4.757,7
10. Önnur viðskiptaþjónusta 50.605,4 23.275,6 27.329,9
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta 2.619,7 1.138,6 1.481,1
12. Opinber þjónusta ót.a. 1.417,0 742,6 674,4
       
Þjónustujöfnuður 48.527,5 14.372,3 34.155,2
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara 10.847,7 5.412,0 5.435,8
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. -6.079,4 -3.333,4 -2.746,0
3. Samgöngur og flutningar 58.597,8 25.348,7 33.249,1
4. Ferðalög 11.752,8 679,7 11.073,1
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 2.071,1 952,1 1.119,0
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta -1.391,9 -906,9 -485,0
7. Fjármálaþjónusta 3.295,4 1.548,2 1.747,2
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. -1.553,6 -1.144,5 -409,1
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta 1.915,9 490,9 1.425,0
10. Önnur viðskiptaþjónusta -31.589,6 -14.449,6 -17.140,0
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta 888,4 -27,5 915,8
12. Opinber þjónusta ót.a. -227,1 -197,4 -29,7

Nýir staðlar við gerð hagskýrslna
Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.