Tekjur af útfluttri þjónustu á árinu 2019 voru 693,4 milljarðar króna en útgjöld vegna innfluttrar þjónustu 445,2 milljarðar króna. Fyrir vikið var þjónustujöfnuður við útlönd jákvæður um 248,2 milljarða króna samanborið við 246,6 milljarða árið 2018 á gengi hvors árs.

Útflutningstekjur af samgöngum dragast saman um 17,4% milli ára
Verðmæti þjónustuútflutnings árið 2019 var 17 milljörðum króna lægra samanborið við árið 2018 eða 2,4% á gengi hvors árs. Ferðaþjónusta var stærsti tekjuliðurinn eða 47,3% af útfluttri þjónustu og lækkar frá árinu 2018 um 2,7%. Þjónustuútflutningur á samgöngum og flutningum var 28,4% af heildarútflutningi þjónustu árið 2019 og lækkar um 17,4% á milli ára. Lækkunin á þjónustuútflutningi vegna samgangna og flutninga má að mestu rekja til samdráttar í verðmæti útflutnings af farþegaflutningum með flugi.

Bandaríkin voru stærsta einstaka viðskiptaland í þjónustuútflutningi á árinu 2019 með 29,7% af heildarútflutningi. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman á milli áranna 2018 og 2019 um 9,2% á gengi hvors árs. Á sama tíma minnkuðu tekjur frá ríkjum ESB um 1,3%, en 44,4% teknu koma frá ríkjum sambandsins á árinu. Bretland var stærsta einstaka viðskiptaland í þjónustuútflutningi innan ESB á síðasta ári með 11,9% af þjónustutekjum. Útflutningstekjurnar frá Bretlandi drógust saman á milli ára um 0,9%. Hins vegar jókst útflutningur til EFTA landanna um 6,3% á árinu 2019 en 4,8% tekna komu frá EFTA ríkjunum.

Útgjöld vegna annarar viðskiptaþjónustu dragast saman um 25,3% milli ára
Árið 2019 var verðmæti þjónustuinnflutnings 18,6 milljörðum króna lægra en árið 2018 eða 4% á gengi hvors árs. Ferðaþjónusta var einnig stærsti útgjaldaliðurinn árið 2019 með 43,3% af innfluttri þjónustu og lækkaði á milli ára um 2,7%. Útgjöld vegna samgangna og flutninga námu 18,8% af heildar þjónustuinnflutningi en um er að ræða 4,7% hækkun frá 2018. Útgjöld vegna annarrar viðskiptaþjónustu voru 15% af heildarinnflutningi þjónustu og lækkuðu frá árinu 2018 um 25,3%. Lækkunin á annarri viðskiptaþjónustu má að mestu rekja til lækkunar á innflutningi vegna rekstarleigu.

Stærstu viðskiptalönd í þjónustuinnflutningi voru Bandaríkin (15,1% af heild) og Bretland (14,6% af heild). Á milli ára nam samdrátturinn í innflutningi á þjónustu frá Bandaríkjunum 8,9% á meðan samdrátturinn frá Bretlandi nam 14,4% á gengi hvors árs. Hins vegar jókst þjónustuinnflutningur frá Spáni um 4,6% og nam 7,9% af heildarinnflutningi á þjónustu fyrir árið 2019. Þjónustuinnflutningur frá ríkjum ESB nam 68,3% af heildarinnflutningi þjónustu og dróst saman um 4,2% á milli ára.

Töflur með ítarlegri sundurliðun þjónustuflokka og landaskiptingu eru birtar á vef Hagstofunnar.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2018-2019 eftir flokkunum
  2018 2019 Breyting á milli ára %
  Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur
Verðmæti í milljónum króna           
Þjónusta alls710.369,0 463.740,4693.402,9 445.188,9 -2,4 -4,0
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara173,0266,20,00,0-100,0-100,0
2. Viðgerðir og viðhald ót.a.6.861,521.196,86.908,219.650,40,7-7,3
3. Samgöngur og flutningar238.343,279.777,7196.789,083.493,3-17,44,7
4. Ferðalög337.266,8198.183,2328.272,8192.782,7-2,7-2,7
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð2.265,94.122,35.263,13.711,9132,3-10,0
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta1.395,63.020,21.572,22.242,412,7-25,8
7. Fjármálaþjónusta17.857,37.144,314.349,55.291,3-19,6-25,9
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a.27.062,115.361,634.971,112.496,129,2-18,7
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta37.455,533.002,248.138,640.087,828,521,5
10. Önnur viðskiptaþjónusta36.849,189.379,748.506,566.736,431,6-25,3
11. Menningar, afþreyingar og persónuleg þjónusta2.401,010.116,96.128,116.289,2155,261,0
12. Opinber þjónusta ót.a.2.437,82.169,62.503,92.407,52,711,0
Þjónustuviðskipti við útlönd 2018-2019 eftir markaðssvæðum
  2018 2019 Breyting á milli ára %
  Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur Útflutningur Innflutningur
Verðmæti í milljónum króna      
Þjónusta alls710.369,0 463.740,4693.402,9 445.188,9-2,4-4,0
ESB311.980,6317.377,9307.922,3303.991,6-1,3-4,2
Bretland83.547,576.216,482.828,765.206,4-0,9-14,4
Þýskaland43.036,120.261,144.342,921.961,63,08,4
Danmörk28.810,934.771,522.606,124.501,0-21,5-29,5
Spánn13.334,433.660,713.356,235.222,20,24,6
Holland (Niðurland)21.768,133.486,120.442,633.753,9-6,10,8
Önnur ESB lönd156.586,1186.128,9158.144,6192.322,61,03,3
EFTA31.326,223.407,933.306,626.825,56,314,6
Önnur Evrópulönd9.366,713.806,010.415,812.322,511,2-10,7
Bandaríkin227.157,673.659,6206.280,367.113,9-9,2-8,9
Asía59.879,117.716,466.161,018.099,510,52,2
Önnur lönd70.658,817.772,669.316,916.835,9-19,93,1

Talnaefni