FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 01. JÚNÍ 2018

Þjónustujöfnuður 32,6 milljarðar
Heildartekjur af þjónustuútflutningi á fyrsta ársfjórðungi 2018 voru, samkvæmt bráðabirgðatölum, rúmar 131,5 milljarðar króna. Heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu voru 99 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 32,6 milljarða króna en var jákvæður um 41,3 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs.

Verðmæti þjónustuútflutnings hækkar miðað við sama tíma í fyrra
Á fyrsta ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuútflutnings 7,4 milljörðum hærra en á sama tímabili árið áður eða 6% á gengi hvors árs. Útflutningur á ferðaþjónustu var 62,4 milljarðar eða 47,4% af heildarútflutningi og var 7,4% hærri en á sama tíma árið áður. Tekjur af samgöngum og flutningum námu 44,9 milljörðum og hækkuðu um 5,2% miðað við sama tíma árið áður.

Verðmæti þjónustuinnflutnings eykst
Á fyrsta ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuinnflutnings 16,1 milljarði hærri en sama tíma árið áður eða 19,4% á gengi hvors ár. Útgjöld vegna innfluttrar ferðaþjónustu námu 42,3 milljörðum og hækkuðu um 24,1% frá sama tíma árið áður.

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu 2017 og 2018  
  Milljónir króna á gengi hvors árs Breytingar frá  fyrra
  1. ársfjórðungur ári á gengi hvors árs,
  2017 2018 % 1. ársfjórðungur
       
Útflutt þjónusta 124.160,2 131.549,4 6,0
Samgöngur og flutningar 42.665,8 44.879,9 5,2
Ferðalög 58.091,2 62.371,3 7,4
Önnur viðskiptaþjónusta 6.919,9 7.177,2 3,7
Aðrir þjónustuliðir 16.483,3 17.121,0 3,9
       
Innflutt þjónusta 82.872,3 98.989,0 19,4
Samgöngur og flutningar 13.803,8 16.176,8 17,2
Ferðalög 34.087,9 42.286,4 24,1
Önnur viðskiptaþjónusta 15.586,3 18.238,5 17,0
Aðrir þjónustuliðir 19.394,3 22.287,3 14,9
       
Þjónustujöfnuður 41.287,9 32.560,5  

Mánaðarleg þjónusta
Fyrir fyrsta ársfjórðung 2018 gefur Hagstofa Íslands í fyrsta sinn út inn- og útflutning þjónustu ásamt þjónustujöfnuði sundurliðað eftir mánuðum. Gögnin má finna í töflunni Þjónustuviðskipti við útlönd eftir mánuðum 2018.

Næsta útgáfa þjónustuviðskipta er 1. september 2018. Þá verða gefnar út tölur fyrir annan ársfjórðung 2018 ásamt mánaðarlegri sundurliðun á ársfjórðungnum.

Talnaefni

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.