Þjónustujöfnuður jákvæður um 55 milljarða
Heildartekjur af þjónustuútflutningi á öðrum ársfjórðungi 2018 voru, samkvæmt bráðabirgðatölum, rúmar 175,7 milljarðar króna. Heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu voru 120,8 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 55 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi en var jákvæður um 61,4 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs.
Þjónustujöfnuður við útlönd fyrri helming ársins 2018 var jákvæður um 89,8 milljarða króna en var jákvæður um 103,6 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs.

Verðmæti þjónustuútflutnings hækkar á milli ára
Á öðrum ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuútflutnings 11,8 milljörðum hærra en á sama tímabili árið áður eða 7,2% á gengi hvors árs. Útflutningur á ferðaþjónustu var 88,2 milljarðar eða 50,2% af heildarútflutningi og var 8,1% hærri en á sama tíma árið áður. Tekjur af samgöngum og flutningum námu 59 milljörðum og hækkuðu um 1,5% miðað við sama tíma árið áður.
Fyrstu sex mánuði þessa árs var verðmæti þjónustuútflutnings 19,6 milljörðum hærra en á sama tímabili árið áður eða 6,8% á gengi hvors árs. Útflutningur á ferðaþjónustu var stærsti liðurinn, 150,6 milljarðar eða 48,8% af heildarútflutningi og var 8,2 % hærri en á sama tíma árið áður.

Innflutningur vegna ferðalaga eykst á fyrri helmingi ársins
Á öðrum ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuinnflutnings 18,3 milljörðum hærra en sama tíma árið áður eða 17,8% á gengi hvors ár. Útgjöld vegna innfluttrar ferðaþjónustu námu 55,5 milljörðum og hækkuðu um 17,5% frá sama tíma árið áður.
Fyrstu sex mánuði þessa árs var verðmæti þjónustuinnflutnings 33,4 milljörðum hærra en á sama tímabili árið áður eða 18% á gengi hvors árs. Ferðalög voru stærsti liðurinn, 97,5 milljarðar eða 44,6% af heildarinnflutningi og var 20,2% hærri en á sama tíma árið áður.

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu 2017 og 2018      
  Milljónir króna á gengi hvors árs   Breytingar frá fyrra ári
  2.ársfjórðungur 1. -2. ársfjórðungur    á gengi hvors árs, 
  2017 2018 2017 2018   % 1.-2. ársfjórðungur
             
Útflutt þjónusta 163.944,0 175.740,8 289.106,4 308.743,4   6,8
Samgöngur og flutningar 58.161,4 59.006,5 100.603,1 103.990,1   3,4
Ferðalög 81.572,4 88.176,0 139.226,6 150.585,6   8,2
Önnur viðskiptaþjónusta 6.763,7 6.820,9 14.467,7 12.968,4   -10,4
Aðrir þjónustuliðir 17.446,4 21.737,5 34.809,0 41.199,4   18,4
             
Innflutt þjónusta 102.506,5 120.756,9 185.547,4 218.946,9   18,0
Samgöngur og flutningar 15.978,9 18.357,7 29.853,9 33.674,9   12,8
Ferðalög 47.178,4 55.450,4 81.160,4 97.547,2   20,2
Önnur viðskiptaþjónusta 18.729,3 23.990,6 34.566,4 42.194,9   22,1
Aðrir þjónustuliðir 20.620,0 22.958,2 39.966,7 45.529,8   13,9
             
Þjónustujöfnuður 61.437,4 54.983,9 103.559,1 89.796,5    

Mánaðarleg þjónusta
Gögn um mánaðarlega þjónustu á öðrum ársfjórðungi má finna í töflunni Þjónustuviðskipti við útlönd eftir mánuðum 2018.

Þjónustuviðskipti við útlönd með ýtarlegri sundurliðun þjónustuflokka og landaskiptingu fyrir árið 2017 verða birt á vef Hagstofunnar þann 7. september næstkomandi.

Talnaefni