Heildartekjur af þjónustuútflutningi á öðrum ársfjórðungi 2019 voru, samkvæmt bráðabirgðatölum, 166,1 milljarður króna. Heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu voru 114 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 52,1 milljarð króna á öðrum ársfjórðungi en var jákvæður um 51,4 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs.
Útflutningstekjur af ferðaþjónustu standa í stað milli ára
Á öðrum ársfjórðungi 2019 var verðmæti þjónustuútflutnings 3,6 milljörðum lægri en á sama tíma árið áður eða 2,1% á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðaþjónustu standa í stað á milli ára en tekjur af samgöngum og flutningum lækka á sama tíma um 13,6% eða 8 milljarða, á gengi hvors árs fyrir sig. Vegur þar þyngst samdráttur í tekjum af farþegaflutningum með flugi.
Verðmæti þjónustuútflutnings til Evrópu nam 77,9 milljörðum eða 46,9% af heildarverðmæti þjónustuútflutnings á öðrum ársfjórðungi 2019. Þar af var 16,2 milljarðar til Bretlands eða 9,7% af heildarverðmæti. Á sama tíma nam verðmæti þjónustuútflutnings til Bandaríkjanna 54,9 milljörðum eða 33,1% af heildarþjónustuútflutningi. Nánari upplýsingar má finna í töflunni, Þjónustuviðskipti við útlönd eftir löndum og ársfjórðungum 2019, sem finna má á vef Hagstofunnar.
Verðmæti þjónustuinnflutnings lækkar á milli ára
Á öðrum ársfjórðungi 2019 var verðmæti þjónustuinnflutnings 4,3 milljörðum lægra en sama tíma árið áður, eða 3,6% á gengi hvors árs. Útgjöld vegna innfluttrar ferðaþjónustu námu 53,4 milljörðum og hækkuðu um 2,8% frá sama tíma árið áður.
Verðmæti þjónustuinnflutnings frá Evrópu á öðrum ársfjórðungi 2019 nam 89,2 milljörðum eða 78,2% af heildarverðmæti þjónustuinnflutnings. Þar af var þjónustuinnflutningur frá Bretlandi 16,8 milljarðar eða 14,8% af heildar innflutningi. Fyrir sama tímabil nam verðmæti þjónustuinnflutnings frá Bandaríkjunum 15,8 milljörðum eða 13,8% af heildarverðmæti innflutnings.
Mánaðarlegur þjónustujöfnuður
Samhliða ársfjórðungsútgáfu á þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan gögn um mánaðarlegan þjónustujöfnuð fyrir annan ársfjórðung 2019.
Útflutt þjónusta er áætluð 66,6 milljarðar í júní 2019 og innflutt þjónusta er áætluð 41,7 milljarðar. Þjónustujöfnuður er því áætlaður jákvæður um 24,9 milljarða í júní 2019.
Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu 2018 og 2019 | |||
Milljónir króna á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % 2. ársfjórðungur | ||
2. ársfjórðungur | |||
2018 | 2019 | ||
Útflutt þjónusta | 169.680,1 | 166.085,7 | -2,1 |
Samgöngur og flutningar | 59.041,5 | 51.016,2 | -13,6 |
Ferðalög | 82.589,0 | 82.710,5 | 0,1 |
Önnur viðskiptaþjónusta | 6.726,0 | 9.261,8 | 37,7 |
Aðrir þjónustuliðir | 21.323,6 | 23.097,2 | 8,3 |
Innflutt þjónusta | 118.267,0 | 113.976,8 | -3,6 |
Samgöngur og flutningar | 19.909,7 | 21.537,9 | 8,2 |
Ferðalög | 51.893,8 | 53.362,4 | 2,8 |
Önnur viðskiptaþjónusta | 23.397,2 | 14.088,2 | -39,8 |
Aðrir þjónustuliðir | 23.066,3 | 24.988,3 | 8,3 |
Þjónustujöfnuður | 51.413,1 | 52.108,9 |
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.