Þjónustujöfnuður jákvæður um 123,7 milljarða á þriðja ársfjórðungi
Heildartekjur af þjónustuútflutningi á þriðja ársfjórðungi 2018 voru, samkvæmt bráðabirgðatölum, tæpar 248,5 milljarðar króna. Heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu voru 124,7 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 123,7 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi en var jákvæður um 115,9 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs.
Þjónustujöfnuður við útlönd fyrstu níu mánuðum ársins 2018 var jákvæður um 209,9 milljarða króna en var jákvæður um 219,5 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs.
Verðmæti þjónustuútflutnings hækkar á milli ára
Á þriðja ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuútflutnings 23,2 milljörðum hærra en á sama tímabili árið áður eða 10,3% á gengi hvors árs. Útflutningur á ferðaþjónustu var 124,5 milljarðar eða 50,1% af heildarútflutningi og var 2,2% hærri en á sama tíma árið áður. Tekjur af samgöngum og flutningum námu 84 milljörðum og hækkuðu um 4,8% miðað við sama tíma árið áður.
Fyrstu níu mánuði þessa árs var verðmæti þjónustuútflutnings 36,6 milljörðum hærra en á sama tímabili árið áður eða 7,1% á gengi hvors árs. Útflutningur á ferðaþjónustu var stærsti liðurinn, 269,2 milljarðar eða 48,9% af heildarútflutningi og var 3,1% hærri en á sama tíma árið áður.
Innflutningur vegna ferðalaga eykst á fyrstu níu mánuðum ársins
Á þriðja ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuinnflutnings 15,4 milljörðum hærra en sama tíma árið áður eða 14% á gengi hvors ár. Útgjöld vegna innfluttrar ferðaþjónustu námu 54,7 milljörðum og hækkuðu um 13% frá sama tíma árið áður.
Fyrstu níu mánuði þessa árs var verðmæti þjónustuinnflutnings 46,2 milljörðum hærra en á sama tímabili árið áður eða 15,7% á gengi hvors árs. Ferðalög voru stærsti liðurinn, 147,7 milljarðar eða 43,3% af heildarinnflutningi og voru 14% hærri en á sama tíma árið áður.
Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu 2017 og 2018 | |||||
Milljónir króna á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % 1.-3. ársfjórðungur | ||||
3. ársfjórðungur | 1. -3. ársfjórðungur | ||||
2017 | 2018 | 2017 | 2018 | ||
Útflutt þjónusta | 225.283,3 | 248.450,6 | 514.389,7 | 550.996,0 | 7,1 |
Samgöngur og flutningar | 80.162,5 | 84.030,6 | 180.765,6 | 187.740,4 | 3,9 |
Ferðalög | 121.817,4 | 124.478,6 | 261.044,0 | 269.194,2 | 3,1 |
Önnur viðskiptaþjónusta | 6.194,7 | 9.776,9 | 20.662,3 | 22.725,1 | 10,0 |
Aðrir þjónustuliðir | 17.108,7 | 30.164,5 | 51.917,7 | 71.336,3 | 37,4 |
Innflutt þjónusta | 109.381,3 | 124.748,3 | 294.928,6 | 341.113,2 | 15,7 |
Samgöngur og flutningar | 18.761,3 | 20.856,7 | 48.615,2 | 55.425,0 | 14,0 |
Ferðalög | 48.442,9 | 54.724,2 | 129.603,3 | 147.714,6 | 14,0 |
Önnur viðskiptaþjónusta | 21.315,8 | 26.355,7 | 55.882,2 | 68.864,7 | 23,2 |
Aðrir þjónustuliðir | 20.861,2 | 22.811,8 | 60.828,0 | 69.109,0 | 13,6 |
Þjónustujöfnuður | 115.902,0 | 123.702,2 | 219.461,1 | 209.882,7 |
Mánaðarleg þjónusta
Samhliða ársfjórðungsútgáfu á þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan gögn um mánaðarlegan þjónustujöfnuð fyrir 2018. Áður höfðu fyrstu átta mánuðir ársins verið gefnir út en í þessari útgáfu bætast við tölur fyrir september.
Útflutt þjónusta er áætluð tæpir 77,5 milljarðar í september og innflutt þjónusta er áætluð 41,5 milljarðar. Þjónustujöfnuður er því áætlaður jákvæður um 35,9 milljarða í september 2018
Gögn um mánaðarlega þjónustu 2018 má finna í töflunni Þjónustuviðskipti við útlönd eftir mánuðum 2018.