Heildartekjur af þjónustuútflutningi á þriðja ársfjórðungi 2019 voru, samkvæmt bráðabirgðatölum 222,6 milljarðar króna. Heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu voru 121,3 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 101,3 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi en var jákvæður um 123,4 milljarða króna á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs fyrir sig.

Útflutningstekjur af ferðaþjónustu og samgöngum lækka á milli ára
Á þriðja ársfjórðungi 2019 var verðmæti þjónustuútflutnings 26,0 milljörðum króna lægri en á sama tíma árið áður eða 10,4% á gengi hvors árs fyrir sig. Útflutningstekjur af ferðaþjónustu lækka milli ára um 4,6 milljarða króna eða 3,7% á gengi hvors árs fyrir sig. Tekjur af samgöngum og flutningum lækka einnig á sama tíma um 21,7% eða 18,3 milljarða króna á gengi hvors árs fyrir sig. Vegur þar þyngst samdráttur í tekjum af farþegaflutningum með flugi.

Verðmæti þjónustuútflutnings til Evrópu nam 112,1 milljarði króna eða 50,3% af heildarverðmæti þjónustuútflutnings á þriðja ársfjórðungi 2019. Þar af var þjónustuútflutningur til Bretlands 23,6 milljarðar króna eða 10,6% af heildarverðmæti. Á sama tíma nam verðmæti þjónustuútflutnings til Bandaríkjanna 67,8 milljörðum króna eða 30,5% af heildarþjónustuútflutningi. Nánari upplýsingar má finna í töflunni, Þjónustuviðskipti við útlönd eftir löndum og ársfjórðungum 2019, sem finna má á vef Hagstofunnar.

Verðmæti þjónustuinnflutnings lækkar á milli ára
Á þriðja ársfjórðungi 2019 var verðmæti þjónustuinnflutnings 3,9 milljörðum króna lægra en sama tíma árið áður, eða 3,1% á gengi hvors árs fyrir sig. Útgjöld vegna innfluttrar ferðaþjónustu námu 54,0 milljörðum króna og standa nánast í stað frá sama tíma árið áður.

Verðmæti þjónustuinnflutnings frá Evrópu á þriðja ársfjórðungi 2019 nam 96,6 milljörðum króna eða 79,7% af heildarverðmæti þjónustuinnflutnings. Þar af var þjónustuinnflutningur frá Bretlandi 17,0 milljarðar króna eða 14,0% af heildar innflutningi. Fyrir sama tímabil nam verðmæti þjónustuinnflutnings frá Bandaríkjunum 16,4 milljörðum króna eða 13,6% af heildarverðmæti innflutnings.

Mánaðarlegur þjónustujöfnuður
Samhliða ársfjórðungsútgáfu á þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan gögn um mánaðarlegan þjónustujöfnuð fyrir þriðja ársfjórðung 2019.

Útflutt þjónusta var áætluð 63,1 milljarður króna í september 2019 og innflutt þjónusta var áætluð 39,7 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 6,8 milljarða króna í september 2019.

Þjónustujöfnuður 2013-2019

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu 2018 og 2019  
  Milljónir króna á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors
árs, % 1.-3.
ársfjórðungur
  3.ársfjórðungur 1. -3. ársfjórðungur
 2018201920182019
       
Útflutt þjónusta 248.519,4 222.567,4 549.880,6 520.358,2 -5,4
Samgöngur og flutningar 84.174,8 65.872,8 188.152,1 155.335,6 -17,4
Ferðalög 124.985,3 120.380,6 269.145,5 269.350,6 0,1
Önnur viðskiptaþjónusta 10.266,6 13.783,0 23.105,3 32.440,1 40,4
Aðrir þjónustuliðir 29.092,7 22.531,0 69.477,7 63.231,9 -9,0
         
Innflutt þjónusta 125.117,0 121.250,3 339.314,5 338.068,8 -0,4
Samgöngur og flutningar 21.509,7 23.958,9 58.632,8 63.979,8 9,1
Ferðalög 54.478,2 54.016,1 145.044,0 148.797,1 2,6
Önnur viðskiptaþjónusta 25.511,1 16.802,0 66.603,6 46.792,8 -29,7
Aðrir þjónustuliðir 23.618,0 26.473,2 69.034,0 78.499,2 13,7
           
Þjónustujöfnuður 123.402,4 101.317,1 210.566,1 182.289,4  

Talnaefni