Samkvæmt bráðabirgðatölum¹ fyrir árið 2015 var útflutningur á þjónustu 562,5 milljarðar en innflutningur á þjónustu 371,8 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 190,7 milljarða en var jákvæður um 134,6 milljarða á árinu 2014 á gengi hvors árs. Þar af skiluðu samgöngur 141,2 milljarða króna afgangi og ferðaþjónusta skilaði 77 milljarða afgangi. Á móti nam halli á annarri viðskiptaþjónustu 60 milljörðum.
Heildarútflutningur á þjónustu á fjórða ársfjórðungi 2015 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 120,7 milljarðar króna en innflutningur á þjónustu 99,4 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 21,2 milljarða króna en var jákvæður um 11 milljarða á sama tíma árið 2014 á gengi hvors árs. Á fjórða ársfjórðungi voru samgöngur stærsti þjónustuliður í útflutningi og nam afgangur þeirra 25,9 milljörðum. Ferðalög voru stærsti þjónustuliður í innflutningi og nam afgangur af þeirri þjónustu 583 milljónum. Halli á annarri viðskiptaþjónustu nam 13,4 milljörðum.
Áður útgefnar tölur um óbeint mælda fjármálaþjónustu (FISIM) hafa verið endurskoðaðar aftur til ársins 2012. Endurskoðun fyrir árin 2013-2015 kemur fram í þjónustujöfnuði.
Þjónustuviðskipti við útlönd 2015 | |||||
Alls | 1. ársfj. | 2. ársfj. | 3. ársfj. | 4. ársfj. | |
Verðmæti í milljónum króna | |||||
Útflutt þjónusta | 562.466,0 | 100.656,1 | 151.934,8 | 189.221,2 | 120.653,9 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 17.956,5 | 6.278,5 | 5.080,6 | 3.448,1 | 3.149,3 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | 6.177,0 | 1.312,0 | 1.357,5 | 1.620,6 | 1.887,0 |
3. Samgöngur og flutningar | 204.316,4 | 36.650,4 | 53.250,4 | 73.175,3 | 41.240,3 |
4. Ferðalög | 208.350,6 | 30.801,9 | 54.790,5 | 86.407,8 | 36.350,3 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 2.256,5 | 256,6 | 573,5 | 1.167,9 | 258,4 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | 2.316,6 | 453,4 | 619,2 | 616,1 | 627,8 |
7. Fjármálaþjónusta | 16.528,9 | 4.070,8 | 4.129,3 | 4.017,7 | 4.311,0 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 31.009,6 | 4.445,5 | 15.114,5 | 2.468,6 | 8.981,0 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 30.204,8 | 6.695,2 | 7.003,6 | 7.593,5 | 8.912,5 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | 37.666,2 | 8.375,0 | 8.562,5 | 7.274,3 | 13.454,3 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | 3.581,9 | 790,2 | 930,2 | 911,7 | 949,7 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 2.101,1 | 526,5 | 522,8 | 519,6 | 532,2 |
Innflutt þjónusta | 371.780,1 | 80.001,3 | 93.278,3 | 99.090,9 | 99.409,7 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 0,0 | 0,0 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | 19.138,5 | 4.892,4 | 5.395,7 | 4.748,6 | 4.101,8 |
3. Samgöngur og flutningar | 63.144,0 | 13.265,7 | 16.991,5 | 17.570,0 | 15.316,8 |
4. Ferðalög | 131.322,5 | 24.611,1 | 34.083,5 | 36.861,0 | 35.766,9 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 900,2 | 111,6 | 146,9 | 222,5 | 419,1 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | 4.803,4 | 1.541,9 | 1.096,2 | 1.195,8 | 969,5 |
7. Fjármálaþjónusta | 10.201,3 | 2.460,4 | 2.375,1 | 2.506,2 | 2.859,6 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 12.820,0 | 3.321,3 | 3.388,4 | 3.073,0 | 3.037,2 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 23.105,1 | 6.213,7 | 4.907,9 | 4.877,6 | 7.105,8 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | 97.708,7 | 21.813,9 | 22.889,2 | 26.144,8 | 26.860,8 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | 6.768,1 | 1.422,0 | 1.401,2 | 1.563,7 | 2.381,3 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 1.868,4 | 347,3 | 602,6 | 327,7 | 590,8 |
Þjónustujöfnuður | 190.685,8 | 20.654,8 | 58.656,5 | 90.130,3 | 21.244,2 |
1. Framleiðslutengd þjónusta á vörum í eigu annara | 17.956,5 | 6.278,5 | 5.080,6 | 3.448,1 | 3.149,3 |
2. Viðgerðir og viðhald ót.a. | -12.961,5 | -3.580,4 | -4.038,3 | -3.128,0 | -2.214,8 |
3. Samgöngur og flutningar | 141.172,4 | 23.384,7 | 36.258,9 | 55.605,3 | 25.923,5 |
4. Ferðalög | 77.028,0 | 6.190,8 | 20.707,0 | 49.546,9 | 583,4 |
5. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð | 1.356,4 | 145,0 | 426,6 | 945,5 | -160,7 |
6. Trygginga- og lífeyrisþjónusta | -2.486,9 | -1.088,5 | -477,0 | -579,7 | -341,7 |
7. Fjármálaþjónusta | 6.327,6 | 1.610,5 | 1.754,2 | 1.511,5 | 1.451,5 |
8. Gjöld fyrir notkun hugverka ót.a. | 18.189,6 | 1.124,2 | 11.726,1 | -604,5 | 5.943,8 |
9. Fjarskipta-, tölvu- og upplýsingaþjónusta | 7.099,7 | 481,5 | 2.095,7 | 2.715,8 | 1.806,7 |
10. Önnur viðskiptaþjónusta | -60.042,5 | -13.438,9 | -14.326,6 | -18.870,5 | -13.406,5 |
11. Menningar- og afþreyingarþjónusta | -3.186,2 | -631,8 | -470,9 | -652,0 | -1.431,5 |
12. Opinber þjónusta ót.a. | 232,8 | 179,2 | -79,7 | 191,9 | -58,6 |
¹Í árlegri birtingu á endurskoðuðum gögnum þjónustuviðskipta þann 1. september 2016 er fyrirséð að innflutningstölur vegna ferðalaga munu breytast.