FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 01. MARS 2018

Þjónustujöfnuður
Heildartekjur af þjónustuútflutningi á fjórða ársfjórðungi 2017 voru, samkvæmt bráðabirgðatölum, 160,6 milljarðar króna. Heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu voru 107,2 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 53,4 milljarða króna en var jákvæður um 41,1 milljarð á sama tíma árið 2016, á gengi hvors árs.

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir árið 2017 voru heildartekjur af þjónustuútflutningi 671,8 milljarðar en heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu 399,6 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 272,2 milljarða en var jákvæður um 257,1 milljarð á árinu 2016 á gengi hvors árs.

Útflutningur
Árið 2017 var verðmæti þjónustuútflutnings 25,4 milljörðum hærra en sama tíma árið áður eða 3,9% á gengi hvors ár. Tekjur af útflutningi á ferðaþjónustu námu 323,2 milljörðum og hækkuðu um 11,7% frá árinu 2016. Hlutdeild ferðaþjónustu af heildarútflutningi á þjónustu var 48,1% á árinu 2017. Tekjur af samgöngum og flutningum námu 229,6 milljörðum og hækkuðu um 5,2%. Tekjur af annarri viðskiptaþjónustu drógust saman um 30,6% frá árinu 2016.

Innflutningur
Árið 2017 var verðmæti þjónustuinnflutnings 10,3 milljörðum hærra, eða 2,6% á gengi hvors ár, en sama tíma árið áður. Útgjöld vegna innfluttrar ferðaþjónustu námu 177,1 milljarði og hækkuðu um 16,5% frá árinu 2016. Útgjöld vegna annarrar viðskiptaþjónustu voru 75,4 milljarðar, og lækkuðu um 17,7% milli áranna 2016 og 2017.

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu 2016 og 2017
          Breytingar frá
  Milljónir króna á gengi hvors árs  fyrra ári 
  4.ársfjórðungur 1. -4. ársfjórðungur á gengi  hvors árs, 
  2016 2017 2016 2017 % 1.-4. ársfj.
           
Útflutt þjónusta 139.230,7 160.589,3 646.453,2 671.814,3 3,9
Samgöngur og flutningar 45.929,8 47.696,8 218.140,4 229.554,0 5,2
Ferðalög 54.554,7 61.715,3 289.337,9 323.156,6 11,7
Önnur viðskiptaþjónusta 11.294,8 9.778,0 40.566,1 28.152,7 -30,6
Aðrir þjónustuliðir 27.451,4 41.399,2 98.408,7 90.951,1 -7,6
           
Innflutt þjónusta 98.141,8 107.170,5 389.378,0 399.635,6 2,6
Samgöngur og flutningar 15.728,3 16.097,2 64.318,8 63.172,7 -1,8
Ferðalög 41.191,9 47.538,4 152.026,2 177.060,8 16,5
Önnur viðskiptaþjónusta 20.119,5 20.936,1 91.673,8 75.405,3 -17,7
Aðrir þjónustuliðir 21.102,0 22.598,8 81.359,2 83.996,7 3,2
           
Þjónustujöfnuður 41.088,9 53.418,9 257.075,1 272.178,8  

 
Lokatölur fyrir árið 2017 verða birtar í september 2018.


Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.