Þjónustujöfnuður jákvæður um 33,4 milljarða á fjórða ársfjórðungi
Heildartekjur af þjónustuútflutningi á fjórða ársfjórðungi 2018 voru, samkvæmt bráðabirgðatölum, tæpar 158,2 milljarðar króna. Heildarútgjöld vegna innfluttrar þjónustu voru 124,8 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 33,4 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi en var jákvæður um 51,9 milljarða á sama tíma árið áður, á gengi hvors árs.
Þjónustujöfnuður við útlönd 2018 var jákvæður um 245,7 milljarða króna en var jákvæður um 271,4 milljarða árið áður, á gengi hvors árs.
Verðmæti þjónustuútflutnings hækkar á milli ára
Á fjórða ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuútflutnings 3,2 milljörðum lægra en á sama tímabili árið áður, eða 2,0% á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðaþjónustu voru 68,1 milljarðar og voru 12,2% hærri en á sama tíma árið áður. Tekjur af samgöngum og flutningum námu 49,5 milljörðum og hækkuðu um 4,0% miðað við sama tíma árið áður.
Árið 2018 var verðmæti þjónustuútflutnings 32,9 milljörðum hærra en árið 2017, eða 4,9% á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðaþjónustu voru stærsti liðurinn, eða 337,4 milljarðar og voru 4,9% hærri en á sama tíma árið áður.
Innflutningur vegna ferðalaga eykst árið 2018
Á fjórða ársfjórðungi 2018 var verðmæti þjónustuinnflutnings 15,3 milljörðum hærra en sama tíma árið áður, eða 14,0% á gengi hvors árs. Útgjöld vegna innfluttrar ferðaþjónustu námu 53,1 milljarði og hækkuðu um 12,0% frá sama tíma árið áður.
Árið 2018 var verðmæti þjónustuinnflutnings 58,6 milljörðum hærra en árið 2017, eða 14,5% á gengi hvors árs. Ferðalög voru stærsti liðurinn, eða 198,7 milljarðar og voru 12,2% hærri en á sama tíma árið áður.
Mánaðarlegur þjónustujöfnuður
Samhliða ársfjórðungsútgáfu á þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan gögn um mánaðarlegan þjónustujöfnuð fyrir 2018. Áður höfðu fyrstu ellefu mánuðir ársins verið gefnir út en í þessari útgáfu bætast við tölur fyrir desember.
Útflutt þjónusta er áætluð 49,3 milljarðar í desember og innflutt þjónusta er áætluð 40,2 milljarðar. Þjónustujöfnuður er því áætlaður jákvæður um 9,1 milljarð í desember 2018. Gögn um mánaðarlega þjónustu 2018 má finna í töflunni Þjónustuviðskipti við útlönd eftir mánuðum 2018.
Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu 2017 og 2018 | |||||
Milljónir króna á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á gengi hvors árs, % 1.-4. ársfjórðungur | ||||
4.ársfjórðungur | 1. -4. ársfjórðungur | ||||
2017 | 2018 | 2017 | 2018 | ||
Útflutt þjónusta | 161.392,9 | 158.181,6 | 675.782,6 | 708.678,7 | 4,9 |
Samgöngur og flutningar | 47.600,7 | 49.492,2 | 228.366,3 | 237.396,5 | 4,0 |
Ferðalög | 60.682,1 | 68.111,3 | 321.726,2 | 337.371,4 | 4,9 |
Önnur viðskiptaþjónusta | 10.476,4 | 12.463,6 | 31.138,7 | 35.263,5 | 13,2 |
Aðrir þjónustuliðir | 42.633,7 | 28.114,4 | 94.551,4 | 98.647,4 | 4,3 |
Innflutt þjónusta | 109.456,7 | 124.760,7 | 404.385,3 | 462.962,0 | 14,5 |
Samgöngur og flutningar | 17.165,4 | 20.517,8 | 65.780,6 | 75.919,6 | 15,4 |
Ferðalög | 47.443,0 | 53.144,9 | 177.046,3 | 198.693,7 | 12,2 |
Önnur viðskiptaþjónusta | 22.110,0 | 24.162,8 | 77.992,1 | 93.435,4 | 19,8 |
Aðrir þjónustuliðir | 22.738,3 | 26.935,2 | 83.566,3 | 94.913,2 | 13,6 |
Þjónustujöfnuður | 51.936,2 | 33.421,0 | 271.397,2 | 245.716,8 |
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1156 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.