Útflutningur á þjónustu á öðrum ársfjórðungi 2010 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 79,6 milljarðar en innflutningur á þjónustu 66,0 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á öðrum ársfjórðungi var því jákvæður um 13,6 milljarða króna.
Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi á þjónustu og afgangur vegna þeirrar þjónustu var um 10,6 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam afgangur á þeirri þjónustu um 3,1 milljarði. Halli á ferðaþjónustu var um 0,1 milljarður.
Þjónustuviðskipti við útlönd | |||
Alls | 1. ársfj. 2010 | 2. árfj. 2010 | |
Verðmæti í milljónum króna á gengi hvers ársfjórðungs | |||
Útflutt þjónusta | 139.801,3 | 60.190,9 | 79.610,5 |
Samgöngur | 57.450,5 | 25.498,1 | 31.952,5 |
Ferðalög | 33.575,0 | 12.247,9 | 21.327,1 |
Önnur þjónusta | 48.775,8 | 22.444,9 | 26.330,9 |
Innflutt þjónusta | 127.487,9 | 61.440,6 | 66.047,3 |
Samgöngur | 39.997,5 | 18.609,3 | 21.388,1 |
Ferðalög | 40.099,2 | 18.674,9 | 21.424,3 |
Önnur þjónusta | 47.391,2 | 24.156,3 | 23.234,8 |
Þjónustujöfnuður | 12.313,5 | -1.249,7 | 13.563,2 |
Samgöngur | 17.453,1 | 6.888,7 | 10.564,3 |
Ferðalög | -6.524,2 | -6.427,0 | -97,2 |
Önnur þjónusta | 1.384,6 | -1.711,5 | 3.096,1 |