Útflutningur á þjónustu á öðrum ársfjórðungi 2011 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 86 milljarðar en innflutningur á þjónustu 70,1 milljarður króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á öðrum ársfjórðungi var því jákvæður um 15,9 milljarða króna.
Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi á þjónustu og afgangur vegna þeirrar þjónustu var um 16,3 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu um 1,2 milljörðum. Halli á ferðaþjónustu var um 0,8 milljarðar.
Þjónustuviðskipti við útlönd 2011 | |||
1. ársfj. 2011 | 2. ársfj. 2011 | Alls | |
Verðmæti í milljónum króna | |||
Útflutt þjónusta | 58.322,2 | 86.039,2 | 144.361,4 |
Samgöngur | 27.379,0 | 36.569,9 | 63.948,9 |
Ferðalög | 11.048,8 | 21.533,4 | 32.582,2 |
Önnur þjónusta | 19.894,4 | 27.935,9 | 47.830,3 |
Innflutt þjónusta | 61.908,3 | 70.134,6 | 132.043,0 |
Samgöngur | 17.163,0 | 20.277,8 | 37.440,9 |
Ferðalög | 16.580,8 | 20.758,3 | 37.339,1 |
Önnur þjónusta | 28.164,4 | 29.098,5 | 57.263,0 |
Þjónustujöfnuður | -3.586,1 | 15.904,6 | 12.318,5 |
Samgöngur | 10.215,9 | 16.292,1 | 26.508,0 |
Ferðalög | -5.532,0 | 775,1 | -4.756,9 |
Önnur þjónusta | -8.270,0 | -1.162,6 | -9.432,6 |
Talnaefni