Útflutningur á þjónustu á fjórða ársfjórðungi 2011 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 74,5 milljarðar en innflutningur á þjónustu 79,5 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á fjórða ársfjórðungi var því neikvæður um 4,9 milljarða króna.

Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi og afgangur vegna þeirrar þjónustu var um 15,8 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu um 10,3 milljörðum. Halli á ferðaþjónustu var um 10,4 milljarðar.

Samkvæmt bráðabirgðatölum var útflutningur á þjónustu 332,6 milljarðar á árinu 2011 en innflutningur á þjónustu 296,6 milljarðar. Þjónustujöfnuður við útlönd á árinu 2011 var því jákvæður um 36,0 milljarða.

Samgöngur skiluðu 66,6 milljarða afgangi á árinu 2011 samkvæmt bráðabirgðatölum. Á móti kom að halli var á annarri þjónustu um 27,4 milljarða og halli á ferðaþjónustu um 3,2 milljarðar á árinu 2011.

Tölur um þjónustujöfnuð við útlönd fyrir árið 2011 eftir ítarlegri flokkun og löndum verða birtar 31. ágúst 2012.

Þjónustuviðskipti við útlönd 2011        
  1. ársfj. 2. ársfj. 3.ársfj. 4.ársfj. Alls
Verðmæti í milljónum króna          
Útflutt þjónusta 58.286,9 90.339,7 109.396,7 74.542,4 332.565,8
Samgöngur 28.149,1 37.940,7 49.750,0 38.260,7 154.100,5
Ferðalög 10.043,3 22.120,0 37.977,3 11.813,3 81.953,9
Önnur þjónusta 20.094,5 30.279,0 21.669,5 24.468,5 96.511,5
         
Innflutt þjónusta 62.254,3 72.146,0 82.706,4 79.490,9 296.597,6
Samgöngur 17.266,4 20.533,5 27.228,7 22.481,3 87.509,9
Ferðalög 16.968,2 22.449,5 23.491,3 22.257,0 85.166,0
Önnur þjónusta 28.019,8 29.163,0 31.986,3 34.752,7 123.921,7
         
Þjónustujöfnuður -3.967,4 18.193,8 26.690,4 -4.948,5 35.968,2
Samgöngur 10.882,7 17.407,2 22.521,2 15.779,4 66.590,6
Ferðalög -6.924,9 -329,5 14.486,0 -10.443,7 -3.212,1
Önnur þjónusta -7.925,3 1.116,1 -10.316,8 -10.284,2 -27.410,3

Talnaefni