Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi 2010 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 57,3 milljarðar en innflutningur á þjónustu 60,9 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á fyrsta ársfjórðungi var því neikvæður um 3,6 milljarða króna.
Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi á þjónustu og afgangur vegna þeirrar þjónustu var um 6,8 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu um 2,3 milljörðum. Halli á ferðaþjónustu var um 8,1 milljarður.
Í næstu fréttatilkynningu um þjónustuviðskipti við útlönd, þann 26. ágúst, verða birtar tölur um árið 2009 með endurskoðuðum niðurstöðum fyrir hvern ársfjórðung auk bráðabirgðatalna um annan ársfjórðung 2010.
Þjónustuviðskipti við útlönd | |
1. ársfj. 2010 | |
Verðmæti í milljónum króna | |
Útflutt þjónusta | 57.258,0 |
Samgöngur | 25.471,8 |
Ferðalög | 10.595,1 |
Önnur þjónusta | 21.191,1 |
Innflutt þjónusta | 60.861,9 |
Samgöngur | 18.708,5 |
Ferðalög | 18.666,7 |
Önnur þjónusta | 23.486,7 |
Þjónustujöfnuður | -3.603,9 |
Samgöngur | 6.763,3 |
Ferðalög | -8.071,6 |
Önnur þjónusta | -2.295,6 |
Talnaefni