Útflutningur á þjónustu á fyrsta ársfjórðungi 2011 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 58,2 milljarðar en innflutningur á þjónustu 60,4 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á fyrsta ársfjórðungi var því neikvæður um 2,2 milljarða króna.
Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi á þjónustu og afgangur vegna þeirrar þjónustu var um 9,3 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam halli á þeirri þjónustu um 8,1 milljarði. Halli á ferðaþjónustu var um 3,5 milljarðar.
Næsta fréttatilkynning um þjónustuviðskipti við útlönd verður birt þann 31. ágúst. Þar verður að finna heildar niðurstöður fyrir árið 2010 þar sem niðurstöður fyrir hvern ársfjórðung eru endurskoðaðar auk bráðabirgðatalna um annan ársfjórðung 2011.
Þjónustuviðskipti við útlönd | |
1. ársfj. 2011 | |
Verðmæti í milljónum króna | |
Útflutt þjónusta | 58.182,5 |
Samgöngur | 27.550,5 |
Ferðalög | 11.409,8 |
Önnur þjónusta | 19.222,2 |
Innflutt þjónusta | 60.428,5 |
Samgöngur | 18.218,4 |
Ferðalög | 14.915,9 |
Önnur þjónusta | 27.294,2 |
Þjónustujöfnuður | -2.246,0 |
Samgöngur | 9.332,1 |
Ferðalög | -3.506,1 |
Önnur þjónusta | -8.072,0 |
Talnefni
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.isDeila
Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.