Í janúarmánuði voru fluttar út vörur fyrir 14,0 milljarða króna og inn fyrir 17,3 milljarða króna fob. Vöruskiptin í janúar voru því óhagstæð um 3,3 milljarða en í janúar 2004 voru þau hagstæð um 0,3 milljarða á föstu gengi1. Verðmæti vöruútflutnings var 10,6% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður og verðmæti vöruinnflutnings var 12,2% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður.