Vöruskiptajöfnuður
Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 13,7 milljarða króna og inn fyrir 23,9 milljarða króna fob. Vöruskiptin í júlí voru því óhagstæð um 10,2 milljarða króna en í júlí árið áður voru þau óhagstæð um 5,6 milljarða á föstu gengi¹.
Fyrstu sjö mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 111,9 milljarða króna en inn fyrir 159,4 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 47,5 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 18,9 milljarða á föstu gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 28,6 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 5,9 milljörðum eða 5,6% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 60% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 4,0% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 34% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,5% meira en árið áður. Aukning varð í útflutningi á ferskum og frystum fiski og áli en samdráttur varð í útflutningi á frystri rækju og lyfjum og lækningatækjum. Aukning varð í útflutningi skipa og flugvéla en stærstur hluti aukningarinnar er leiðrétting vegna nýrra upplýsinga um útflutning flugvéla fyrr á þessu ári (1,8 milljarðar).
Innflutningur
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var 34,5 milljörðum eða 27,6% meira á föstu gengi¹ en árið áður. Aukning varð í flestum liðum innflutnings, mest varð aukning í innflutningi á flutningatækjum, sérstaklega fólksbílum, fjárfestingarvöru, hrá- og rekstrarvöru og eldsneyti. Aukning varð í innflutningi flugvéla en stærstur hluti aukningarinnar er leiðrétting vegna nýrra upplýsinga um innflutning flugvéla fyrr á þessu ári (4,4 milljarðar).
Vöruskiptin við útlönd janúar–júlí 2005 | |||||
Millj. kr á gengi ársins 2005 | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Janúar-júlí | ||||
júlí | Janúar-júlí | ||||
2004 | 2005 | 2004 | 2005 | ||
Útflutningur alls fob | 15.085 | 13.714 | 105.988 | 111.883 | 5,6 |
Innflutningur alls fob | 20.660 | 23.925 | 124.905 | 159.398 | 27,6 |
Vöruskiptajöfnuður | -5.575 | -10.212 | -18.917 | -47.515 | · |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–júlí 2004 og 2005 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi¹, % Jan.-júlí | ||||
júlí | Janúar-júlí | ||||
2004 | 2005 | 2004 | 2005 | ||
Útflutningur alls fob | 16.840,0 | 13.713,6 | 115.960,0 | 111.883,4 | 5,6 |
Sjávarafurðir | 10.554,2 | 7.723,6 | 70.047,9 | 66.617,7 | 4,0 |
Landbúnaðarvörur | 259,9 | 249,0 | 2.518,8 | 2.153,8 | -6,5 |
Iðnaðarvörur | 5.567,0 | 5.286,3 | 40.640,1 | 38.065,1 | 2,5 |
Aðrar vörur | 453,5 | 454,8 | 2.753,1 | 5.046,9 | · |
Innflutningur alls fob | 23.063,5 | 23.925,3 | 136.657,4 | 159.398,1 | 27,6 |
Matvörur og drykkjarvörur | 1.631,9 | 1.621,1 | 11.406,6 | 11.480,4 | 10,1 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 5.697,5 | 6.208,6 | 36.076,7 | 38.761,5 | 17,5 |
Eldsneyti og smurolíur | 2.138,9 | 3.098,6 | 10.616,5 | 14.870,2 | 53,2 |
Fjárfest.vörur | |||||
(þó ekki flutn.tæki) | 4.976,6 | 5.414,1 | 30.933,9 | 34.574,6 | 22,3 |
Flutningatæki | 5.380,5 | 4.119,3 | 23.620,1 | 34.229,0 | 58,5 |
Neysluvörur ót.a. | 3.220,3 | 3.443,9 | 23.875,6 | 25.310,2 | 16,0 |
Vörur ót.a (t.d. endurs. vörur) | 17,6 | 19,8 | 128,0 | 172,1 | 47,1 |
Vöruskiptajöfnuður | -6.223,5 | -10.211,7 | -20.697,4 | -47.514,7 | · |
¹Við útreikning fasts gengis er miðað við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 8,6% lægra mánuðina janúar–júlí 2005 en sömu mánuði fyrra árs. Í júlí 2005 var meðalverð erlends gjaldeyris 10,4% lægra en í júlí árið áður.
Talnaefni