Vöruskiptajöfnuður
Í júnímánuði voru fluttar út vörur fyrir 22,3 milljarða króna og inn fyrir 38,1 milljarð króna fob (41,1 milljarð króna cif). Vöruskiptin í júní, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 15,7 milljarða króna en það er mesti halli í einum mánuði frá því Hagstofan fór að birta tölur um vöruskiptin eftir mánuðum. Í júní 2005 voru vöruskiptin óhagstæð um 8,1 milljarð króna á föstu gengi¹.
Fyrstu sex mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 114,3 milljarða króna en inn fyrir 181,2 milljarða króna fob (196,5 milljarða króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 66,8 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 37,4 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 29,4 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu sex mánuði ársins var 5,3 milljörðum eða 4,9% meira á föstu gengi¹en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 55,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 2,1% meira en á sama tíma árið áður. Aukning var í útflutningi á ferskum fiski og söltuðum og/eða þurrkuðum fiski en á móti kom samdráttur í útflutningi fiskimjöls. Útfluttar iðnaðarvörur voru 39,1% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 26,4% meira en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hækkandi álverðs.
Innflutningur
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu sex mánuði ársins var 34,7 milljörðum fob eða 23,7% meira á föstu gengi¹ en árið áður. Mest varð aukning í innflutningi á fjárfestingarvöru og hrá- og rekstrarvöru. Á móti kom samdráttur í innflutningi flugvéla.
Vöruskiptin við útlönd janúar–júní 2006 | |||||
Millj. kr á gengi ársins 2006 | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Janúar-júní | ||||
Júní | Janúar-júní | ||||
2005 | 2006 | 2005 | 2006 | ||
Útflutningur alls fob | 26.762 | 22.347 | 108.990 | 114.314 | 4,9 |
Innflutningur alls fob | 34.889 | 38.072 | 146.426 | 181.155 | 23,7 |
Vöruskiptajöfnuður | -8.127 | -15.725 | -37.436 | -66.841 | · |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–júní 2005 og 2006 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-júní | ||||
júní | Janúar-júní | ||||
2005 | 2006 | 2005 | 2006 | ||
Útflutningur alls fob | 22.696,7 | 22.346,8 | 102.656,2 | 114.313,6 | 4,9 |
Sjávarafurðir | 10.202,1 | 11.687,4 | 58.887,6 | 63.862,9 | 2,1 |
Landbúnaðarvörur | 236,7 | 241,4 | 1.903,7 | 1.956,5 | -3,2 |
Iðnaðarvörur | 5.989,0 | 10.067,5 | 33.325,5 | 44.715,3 | 26,4 |
Aðrar vörur | 6.268,9 | 350,5 | 8.539,3 | 3.778,9 | -58,3 |
Innflutningur alls fob | 29.589,6 | 38.072,2 | 137.916,8 | 181.155,1 | 23,7 |
Matvörur og drykkjarvörur | 1.885,3 | 1.838,9 | 9.831,4 | 10.515,5 | 0,7 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 6.265,2 | 8.804,0 | 32.597,4 | 48.544,6 | 40,3 |
Eldsneyti og smurolíur | 2.213,8 | 4.529,4 | 11.771,6 | 14.417,7 | 15,4 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 6.661,8 | 11.592,6 | 29.164,3 | 48.908,1 | 57,9 |
Flutningatæki | 8.593,1 | 6.555,7 | 32.538,7 | 32.419,7 | -6,2 |
Neysluvörur ót.a. | 3.959,4 | 4.728,9 | 21.861,0 | 26.119,9 | 12,5 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 11,0 | 22,9 | 152,3 | 229,4 | 41,8 |
Vöruskiptajöfnuður | -6.893,0 | -15.725,5 | -35.260,6 | -66.841,5 | · |
¹ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 6,2% hærra mánuðina janúar–júní 2006 en sömu mánuði fyrra árs.
Í júní 2006 var meðalverð erlends gjaldeyris 17,9% hærra en í júní árið áður.