Vöruskiptajöfnuður
Í maímánuði voru fluttar út vörur fyrir 16,0 milljarða króna og inn fyrir 24,0 milljarða króna fob. Vöruskiptin í maí voru því óhagstæð um 8,0 milljarða króna en í maí árið áður voru þau óhagstæð um 3,3 milljarða á föstu gengi¹.
Fyrstu fimm mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 79,7 milljarða króna en inn fyrir 103,9 milljarða króna. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 24,2 milljörðum króna en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 6,7 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 17,5 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 3,2 milljörðum eða 4,2% meira á föstu gengi1 en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 61% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 5,4% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 34% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 1,3% meira en árið áður. Aukning varð í útflutningi á heilum frystum fiski og áli en samdráttur varð í útflutningi á frystri rækju og lyfjum og lækningatækjum.
Innflutningur
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 20,7 milljörðum eða 24,9% meira á föstu gengi1 en árið áður. Aukning varð í flestum liðum innflutnings, mest varð aukning í innflutningi á flutningatækjum, sérstaklega fólksbílum, hrá- og rekstrarvöru og fjárfestingarvöru.
Vöruskiptin við útlönd janúar – maí 2005 | |||||
Breytingar frá | |||||
Millj. kr á gengi ársins 2005 | fyrra ári á | ||||
Maí |
Janúar-maí |
föstu gengi, %1 | |||
2004 |
2005 |
2004 |
2005 |
Janúar–maí | |
Útflutningur alls fob |
13.917 | 15.958 | 76.482 | 79.728 | 4,2 |
Innflutningur alls fob |
17.233 | 23.960 | 83.176 | 103.884 | 24,9 |
Vöruskiptajöfnuður |
-3.317 |
-8.002 |
-6.694 |
-24.156 |
· |
1 Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 8,0% lægra í maí 2005 en árið áður. Í maí 2005 var meðalverð erlends gjaldeyris 7,5% lægra en í maí árið áður |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar – maí 2004 og 2005 |
| ||||
Breytingar | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs |
frá fyrra ári | ||||
á föstu | |||||
Maí |
Janúar-maí |
gengi 1, % | |||
2004 |
2005 |
2004 |
2005 |
Jan.-maí | |
Útflutningur alls fob |
15.044,8 | 15.958,2 | 83.168,6 | 79.728,4 | 4,2 |
Sjávarafurðir |
9.091,1 | 10.712,1 | 50.526,1 | 48.955,8 | 5,4 |
Landbúnaðarvörur |
616,2 | 279,3 | 1.832,8 | 1.668,1 | -1,0 |
Iðnaðarvörur |
4.963,5 | 4.622,5 | 28.885,5 | 26.916,4 | 1,3 |
Aðrar vörur |
374,1 | 344,3 | 1.924,1 | 2.188,1 | 23,7 |
Innflutningur alls fob |
18.630,4 | 23.960,0 | 90.448,2 | 103.883,9 | 24,9 |
Matvörur og drykkjarvörur |
1.535,4 | 1.902,3 | 7.711,1 | 7.972,8 | 12,4 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. |
4.594,0 | 5.871,6 | 23.971,6 | 26.306,1 | 19,3 |
Eldsneyti og smurolíur |
1.656,9 | 2.491,9 | 7.455,1 | 9.557,8 | 39,4 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) |
4.365,1 | 4.769,9 | 20.965,2 | 22.514,5 | 16,8 |
Flutningatæki |
3.162,3 | 5.148,7 | 13.206,9 | 19.479,2 | 60,4 |
Neysluvörur ót.a. |
3.296,2 | 3.741,4 | 17.060,3 | 17.912,1 | 14,2 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) |
20,6 | 34,2 | 78,1 | 141,3 |
· |
Vöruskiptajöfnuður |
-3.585,6 | -8.001,8 | -7.279,6 | -24.155,5 |
· |
1 Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 8,0% lægra jan-maí 2005 en árið áður. |
Talnaefni