Vöruskiptajöfnuður
Í maímánuði voru fluttar út vörur fyrir 23,9 milljarða króna og inn fyrir 34,9 milljarða króna fob (38,0 milljarða króna cif). Vöruskiptin í maí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 11,0 milljarða króna en í maí árið áður voru þau óhagstæð um 9,1 milljarð króna á föstu gengi¹.
Fyrstu fimm mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 90,3 milljarða króna en inn fyrir 142,7 milljarða króna fob (155,0 milljarða króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 52,3 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 29,4 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 22,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 7,4 milljörðum eða 8,9% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 58% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,3% meira en á sama tíma árið áður. Aukning var í útflutningi á ferskum fiski og frystum flökum en á móti kom samdráttur í útflutningi fiskimjöls. Útfluttar iðnaðarvörur voru 38% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 22,2% meira en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hækkandi álverðs, en einnig var aukning á útflutningi lyfja og lækningatækja.
Innflutningur
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 30,3 milljörðum fob eða 26,9% meira á föstu gengi¹ en árið áður. Mest varð aukning í innflutningi á fjárfestingarvöru og hrá- og rekstrarvöru. Á móti kom samdráttur í innflutningi flugvéla.
Vöruskiptin við útlönd janúar–maí 2006 | |||||
Millj. kr á gengi ársins 2006 | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Janúar-maí | ||||
Maí | Janúar-maí | ||||
2005 | 2006 | 2005 | 2006 | ||
Útflutningur alls fob | 17.615 | 23.926 | 82.958 | 90.338 | 8,9 |
Innflutningur alls fob | 26.668 | 34.900 | 112.389 | 142.672 | 26,9 |
Vöruskiptajöfnuður | -9.052 | -10.974 | -29.431 | -52.334 | · |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–maí 2005 og 2006 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-maí | ||||
Maí | Janúar-maí | ||||
2005 | 2006 | 2005 | 2006 | ||
Útflutningur alls fob | 15.812,3 | 23.926,4 | 79.959,5 | 90.337,6 | 8,9 |
Sjávarafurðir | 10.467,0 | 13.724,9 | 48.685,5 | 52.174,0 | 3,3 |
Landbúnaðarvörur | 279,2 | 290,6 | 1.667,1 | 1.715,2 | -0,8 |
Iðnaðarvörur | 4.681,0 | 9.327,0 | 27.336,5 | 34.647,9 | 22,2 |
Aðrar vörur | 385,0 | 584,0 | 2.270,4 | 1.800,5 | -23,6 |
Innflutningur alls fob | 23.938,1 | 34.900,2 | 108.327,1 | 142.671,8 | 26,9 |
Matvörur og drykkjarvörur | 1.902,0 | 2.370,2 | 7.946,1 | 8.676,6 | 5,2 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 5.864,3 | 10.450,9 | 26.332,2 | 39.741,5 | 45,5 |
Eldsneyti og smurolíur | 2.491,9 | 2.094,8 | 9.557,8 | 9.888,3 | -0,3 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 4.762,0 | 9.109,2 | 22.502,5 | 37.322,1 | 59,9 |
Flutningatæki | 5.148,3 | 5.472,9 | 23.945,6 | 25.408,3 | 2,3 |
Neysluvörur ót.a. | 3.735,3 | 5.312,5 | 17.901,7 | 21.427,8 | 15,4 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 34,2 | 89,7 | 141,3 | 206,9 | 41,2 |
Vöruskiptajöfnuður | -8.125,8 | -10.973,7 | -28.367,6 | -52.334,2 | · |
¹ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 3,7% hærra mánuðina janúar–maí 2006 en sömu mánuði fyrra árs.
Í maí 2006 var meðalverð erlends gjaldeyris 11,4% hærra en í maí árið áður.
Talnaefni