Vöruskiptajöfnuður
Í maímánuði voru fluttar út vörur fyrir 23,9 milljarða króna og inn fyrir 34,9 milljarða króna fob (38,0 milljarða króna cif). Vöruskiptin í maí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 11,0 milljarða króna en í maí árið áður voru þau óhagstæð um 9,1 milljarð króna á föstu gengi¹.

Fyrstu fimm mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 90,3 milljarða króna en inn fyrir 142,7 milljarða króna fob (155,0 milljarða króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 52,3 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 29,4 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 22,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.

Útflutningur
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 7,4 milljörðum eða 8,9% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 58% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,3% meira en á sama tíma árið áður. Aukning var í útflutningi á ferskum fiski og frystum flökum en á móti kom samdráttur í útflutningi fiskimjöls. Útfluttar iðnaðarvörur voru 38% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 22,2% meira en á sama tíma árið áður, aðallega vegna hækkandi álverðs, en einnig var aukning á útflutningi lyfja og lækningatækja.
 
Innflutningur
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu fimm mánuði ársins var 30,3 milljörðum fob eða 26,9% meira á föstu gengi¹ en árið áður. Mest varð aukning í innflutningi á fjárfestingarvöru og hrá- og rekstrarvöru. Á móti kom samdráttur í innflutningi flugvéla.

Vöruskiptin við útlönd janúar–maí 2006
Millj. kr á gengi ársins 2006 Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, %  Janúar-maí
Maí  Janúar-maí
  2005 2006 2005 2006
Útflutningur alls fob 17.615 23.926 82.958 90.338 8,9
Innflutningur alls fob 26.668 34.900 112.389 142.672 26,9
Vöruskiptajöfnuður -9.052 -10.974 -29.431 -52.334 ·

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–maí 2005 og 2006
Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.-maí
Maí Janúar-maí
  2005 2006 2005 2006
Útflutningur alls fob 15.812,3 23.926,4 79.959,5 90.337,6 8,9
Sjávarafurðir 10.467,0 13.724,9 48.685,5 52.174,0 3,3
Landbúnaðarvörur 279,2 290,6 1.667,1 1.715,2 -0,8
Iðnaðarvörur 4.681,0 9.327,0 27.336,5 34.647,9 22,2
Aðrar vörur 385,0 584,0 2.270,4 1.800,5 -23,6
Innflutningur alls fob 23.938,1 34.900,2 108.327,1 142.671,8 26,9
Matvörur og drykkjarvörur 1.902,0 2.370,2 7.946,1 8.676,6 5,2
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 5.864,3 10.450,9 26.332,2 39.741,5 45,5
Eldsneyti og smurolíur 2.491,9 2.094,8 9.557,8 9.888,3 -0,3
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 4.762,0 9.109,2 22.502,5 37.322,1 59,9
Flutningatæki 5.148,3 5.472,9 23.945,6 25.408,3 2,3
Neysluvörur ót.a. 3.735,3 5.312,5 17.901,7 21.427,8 15,4
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 34,2 89,7 141,3 206,9 41,2
Vöruskiptajöfnuður -8.125,8 -10.973,7 -28.367,6 -52.334,2 ·

¹ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 3,7% hærra mánuðina janúar–maí 2006 en sömu mánuði fyrra árs.
Í maí 2006 var meðalverð erlends gjaldeyris 11,4% hærra en í maí árið áður.

Talnaefni