Vöruskiptajöfnuður
Í marsmánuði voru fluttar út vörur fyrir 19,9 milljarða króna og inn fyrir 33,3 milljarða króna fob. Vöruskiptin í mars voru því óhagstæð um 13,4 milljarða króna en í mars árið áður voru þau óhagstæð um 6,3 milljarða króna á föstu gengi¹.
Fyrstu þrjá mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 48,8 milljarða króna en inn fyrir 80,7 milljarða króna fob. Halli var á vöruskiptunum við útlönd sem nam tæpum 32,0 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 15,3 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 16,7 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður.
Útflutningur
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu þrjá mánuði ársins var 2,5 milljörðum eða 5,4% meira á föstu gengi¹ en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 58% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 1,6% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 38% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 12,4% meira en á sama tíma árið áður, aðallega vegna aukins álútflutnings.
Innflutningur
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu þrjá mánuði ársins var 19,2 milljörðum eða 31,1% meira á föstu gengi¹ en árið áður. Mest varð aukning í innflutningi á fjárfestingavöru og hrá- og rekstrarvöru. Á móti kom samdráttur í innflutningi flugvéla.
Vöruskiptin við útlönd janúar–mars 2006 | |||||
Millj. kr á gengi ársins 2006 | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Janúar-mars | ||||
Mars | Janúar-mars | ||||
2005 | 2006 | 2005 | 2006 | ||
Útflutningur alls fob | 17.559 | 19.916 | 46.262 | 48.751 | 5,4 |
Innflutningur alls fob | 23.841 | 33.295 | 61.572 | 80.731 | 31,1 |
Vöruskiptajöfnuður | -6.282 | -13.378 | -15.310 | -31.980 | · |
Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–mars 2005 og 2006 | |||||
Millj. kr. á gengi hvors árs | Breytingar frá fyrra ári á föstu gengi, % Jan.- mars | ||||
Mars | Janúar-mars | ||||
2005 | 2006 | 2005 | 2006 | ||
Útflutningur alls fob | 16.396,6 | 19.916,2 | 46.947,3 | 48.751,1 | 5,4 |
Sjávarafurðir | 10.970,8 | 11.576,1 | 28.389,2 | 28.420,4 | 1,6 |
Landbúnaðarvörur | 338,8 | 314,5 | 1.114,8 | 1.133,7 | 3,2 |
Iðnaðarvörur | 4.791,2 | 7.758,1 | 16.513,7 | 18.295,6 | 12,4 |
Aðrar vörur | 295,8 | 267,5 | 929,6 | 901,4 | -1,6 |
Innflutningur alls fob | 22.262,2 | 33.294,5 | 62.484,0 | 80.730,8 | 31,1 |
Matvörur og drykkjarvörur | 1.798,6 | 1.909,0 | 4.522,4 | 4.567,1 | 2,5 |
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. | 5.527,3 | 7.873,8 | 14.314,3 | 21.154,0 | 50,0 |
Eldsneyti og smurolíur | 2.197,3 | 4.266,7 | 6.035,7 | 7.500,6 | 26,1 |
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) | 5.128,5 | 7.711,5 | 13.006,8 | 20.142,8 | 57,2 |
Flutningatæki | 3.586,8 | 6.483,0 | 14.188,9 | 15.301,8 | 9,4 |
Neysluvörur ót.a. | 3.998,9 | 5.014,6 | 10.341,4 | 11.980,5 | 17,6 |
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) | 24,8 | 35,9 | 74,4 | 84,0 | 14,5 |
Vöruskiptajöfnuður | -5.865,6 | -13.378,3 | -15.536,6 | -31.979,6 | · |
¹ Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog. Á þann mælikvarða er meðalverð erlends gjaldeyris 1,5% lægra mánuðina janúar–mars 2006 en sömu mánuði fyrra árs.
Í mars 2006 var meðalverð erlends gjaldeyris 7,1% hærra en í mars árið áður.
Talnaefni