FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 26. ÁGÚST 2010

Hagstofan gefur nú í fyrsta skipti út niðurstöður um þjónustuviðskipti við útlönd eftir sundurliðuðum þjónustuflokkum og ríkjum.

Á árinu 2009 var seld þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en keypt var þjónusta frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna. Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna.

Á árinu 2009 var mest selt til útlanda og mest keypt frá útlöndum af samgöngu- og flutningaþjónustu. Samgöngu- og flutningaþjónusta var 44,5% af heildarútflutningi þjónustu og 35,5% af heildarinnflutningi þjónustu og skiluðu samgöngur 42,8 milljarða króna afgangi. Stærsti liður innan samgöngu- og flutningaþjónustu voru flugsamgöngur, eða 40,4% af heildarútflutningi og 21,6% af heildarinnflutningi. Næst samgönguþjónustu kom sala og kaup á ferðaþjónustu og er hlutur hennar af heildar þjónustuútflutningi 24,2% og 27,6% af heildar þjónustuinnflutningi. Afgangur var á ferðaþjónustu sem nam 3,3 milljörðum króna. Þriðji stærsti þjónustuliður var kaup og sala á annarri viðskiptaþjónustu, en stærsti liður þar undir var ýmis viðskipta- og tækniþjónusta. Þrír stærstu þjónustuliðirnir voru um 85% af heildarþjónustu.

Mest var selt til og keypt frá ESB af þjónustu, 60,4% af útfluttri þjónustu var selt til ESB og 57,9% af innfluttri þjónustu var keypt frá ESB. Jöfnuður þjónustu við ESB var hagstæður um 34,7 milljarða á árinu 2009. Stærsta viðskiptaland í útflutningi á þjónustu árið 2009 var Bretland og vó sala á þjónustu til Bretlands 12,0% af útfluttri þjónustu en mest var keypt af þjónustu frá Bandaríkjunum, eða um 21,1% af heildarinnflutningi á þjónustu. Þó Bretland vegi mest af einstökum löndum hvað varðar selda þjónustu var halli á þjónustuviðskiptum við Bretland um 12,3 milljarða og halli á þjónustuviðskiptum við Bandaríkin var 22,8 milljarðar á árinu 2009.

Þjónustuviðskipti við útlönd árið 2009 eftir flokkunum        
  Útflutningur % Innflutningur % Jöfnuður
Verðmæti í milljónum króna          
Þjónusta alls 287.288,1 100,0 239.883,7 100,0 47.404,4
1. Samgöngur og flutningar 127.986,4 44,5 85.228,2 35,5 42.758,1
2. Ferðaþjónusta 69.420,7 24,2 66.124,2 27,6 3.296,5
3. Póst- og fjarskiptaþjónusta 4.533,4 1,6 5.918,6 2,5 -1.385,2
4. Byggingastarfsemi og mannvirkjagerð 2.330,0 0,8 353,5 0,1 1.976,5
5. Tryggingaþjónusta 1.189,0 0,4 6.657,7 2,8 -5.468,7
6. Fjármálaþjónusta 340,3 0,1 3.356,3 1,4 -3.016,0
7. Tölvu- og upplýsingaþjónusta 7.443,8 2,6 5.242,2 2,2 2.201,6
8. Gjöld vegna einkaréttar og annarra eignaréttinda 26.943,2 9,4 8.115,1 3,4 18.828,1
9. Önnur viðskiptaþjónusta 45.272,7 15,8 52.488,3 21,9 -7.215,6
10. Menningar- og afþreyingarþjónusta 795,9 0,3 4.133,3 1,7 -3.337,5
11. Opinber þjónusta ó.t.a. 1.032,7 0,4 2.266,3 0,9 -1.233,5

Þjónustuviðskipti við útlönd árið 2009 eftir markaðssvæðum      
  Útflutningur % Innflutningur % Jöfnuður
Verðmæti í milljónum króna          
Þjónusta alls 287.288,1 100,0 239.883,7 100,0 47.404,4
ESB 173.464,6 60,4 138.787,4 57,9 34.677,1
EFTA 15.590,9 5,4 20.534,4 8,6 -4.943,5
Önnur Evrópulönd 12.279,3 4,3 4.817,0 2,0 7.462,3
Bandaríkin 27.794,4 9,7 50.637,2 21,1 -22.842,8
Kanada 6.792,3 2,4 3.210,3 1,3 3.582,0
Önnur lönd 45.103,6 15,7 16.112,2 6,7 28.991,4
Ótilgreint á land 6.263,1 2,2 5.785,2 2,4 477,9

Nánari sundurliðun á þjónustuflokkum og ríkjaskiptingu má sjá á vef Hagstofunnar.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.