Hagstofan hefur ákveðið að birta framvegis bráðabirgðatölur um heildartölur útflutnings og innflutnings í næstliðnum mánuði og munu þær birtast í Hagvísum í byrjun næsta mánaðar á eftir. Endanlegar tölur hvers mánaðar verða svo birtar á sama hátt og áður, rúmlega þremur vikum síðar. Endanlegar tölur fyrir árið verða þó birtar með u.þ.b. 7 vikna töf eins og áður.
Eins og sjá má í Hagvísum benda bráðabirgðatölur um fob verðmæti útflutnings fyrir janúarmánuð 2006 til þess að hann hafi orðið 15,4 milljarðar króna og fob verðmæti innflutnings 25,5 milljarðar króna. Bráðabirgðatölur fyrir vöruskiptajöfnuð janúarmánaðar 2006 sýna því 10,1 milljarða króna halla.