Samkvæmt bráðabirgðatölum var vöru- og þjónustujöfnuður á öðrum ársfjórðungi 2019, eins og hann birtist í þjóðhagsreikningum og greiðslujöfnuði, jákvæður um 9,4 milljarða króna samanborið við neikvæðan 0,5 milljarða króna jöfnuð á sama tíma árið 2018, á gengi hvors árs. Umreiknaður vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 42,7 milljarða á meðan þjónustujöfnuður var hagstæður um 52,1 milljarð. Heildarútflutningstekjur á öðrum ársfjórðungi 2019, vegna vöru- og þjónustuviðskipta, námu 329,2 milljörðum króna en heildarinnflutningur á vörum og þjónustu nam 319,8 milljörðum króna.

Samhliða ársfjórðungsútgáfu á vöruviðskipta- og þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan gögn um mánaðarlegan vöruviðskipta- og þjónustujöfnuð á öðrum ársfjórðungi 2019. Í júní var áætlað verðmæti útflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti 113,8 milljarðar en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 116,1 milljarður. Vöru og þjónustujöfnuður er því áætlaður neikvæður um 2,3 milljarða í júní 2019.

Þessar upplýsingar koma fram í brúartöflum á vef Hagstofunnar sem samræma staðla vöruviðskipta og greiðslujafnaðar.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar til júní 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
Júní Janúar-Júní
20182019 2018 2019
Vöru- og þjónustuviðskipti, útflutningur alls121.984,6113.843,3594.581,7637.743,37,3
Vöruskipti: = Útflutningur í greiðslujöfnuði51.868,247.193,8293.220,5339.702,715,9
Þjónustuviðskipti: = Útflutt þjónusta70.116,366.649,5301.361,2298.040,6-1,1
Vöru- og þjónustuviðskipti, innflutningur alls115.016,0116.111,7585.051,6595.428,51,8
Vöruskipti: = Innflutningur í greiðslujöfnuði70.628,074.396,3370.854,1379.704,92,4
Þjónustuviðskipti: = Innflutt þjónusta44.388,141.715,5214.197,5215.723,60,7
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði6.968,5-2.268,49.530,142.314,8

Talnaefni