FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 01. SEPTEMBER 2017

Hagstofan birtir núna í fyrsta sinn verð- og magnvísitölur fyrir vöruviðskipti við útlönd. Vísitölurnar eru birtar eftir yfirflokkum SITC-vöruflokkunarinnar (Standard International Trade Classification, 4. útg.) og verða birtar ársfjórðungslega. Vísitölurnar sýna samfellda ársfjórðungslega þróun bæði verðs og magns inn- og útflutnings frá árunum 2001 til 2017.

Vísitölur inn- og útflutnings mæla ársfjórðungslegar verðbreytingar á vöruviðskiptum við útlönd og hafa verið notaðar til staðvirðingar í þjóðhagsreikningum, til að reikna viðskiptakjör Íslands við útlönd og almennt til greiningar á utanríkisverslun. Helstu notendur vísitalnanna eru opinberir aðilar, greiningaraðilar, fyrirtæki auk almennings sem nota verð- og magnþróun vöruviðskipta við útlönd í margvíslegum tilgangi, meðal annars til efnahags- og markaðsrannsókna.

Upplýsingar um vöruviðskipti við útlönd  byggjast að mestu leyti á aðflutningsskýrslum innflytjenda og útflutningsskýrslum útflytjenda auk annarra upplýsinga um vöruviðskipti við útlönd sem Hagstofa Íslands safnar reglubundið frá opinberum aðilum og fyrirtækjum.

Samhliða útgáfu á vísitölum inn- og útflutnings eru birtar árstölur um viðskiptakjör Íslands á vöruviðskiptum fyrir árin 2001-2016

Frekari upplýsingar, meðal annars um aðferðafræði, viðmunartíma talnaefnis og tíðni birtinga eru aðgengilegar í lýsigögnum.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.