Endurskoðun á tölum um innflutningsverðmæti skipa og flugvéla leiðir í ljós að á tímabilinu janúar-júní reyndist innflutningur á skipum tæpum 4,4 milljörðum króna hærri en áður var talið. Innflutningsverðmæti flugvéla á sama tímabili reyndist tæpum 5,6 milljörðum króna lægra. Heildarverðmæti vöruinnflutnings lækkar því um 1,2 milljarða og verður 337,1 milljarður króna fob í stað 338,4 milljarða króna fob áður.
Útflutningsverðmæti á skipum reyndist um 0,8 milljörðum króna hærra en áður var talið og því hækkar heildarverðmæti vöruútflutnings um þá upphæð og verður 333,3 milljarðar króna fob í stað 332,4 milljarða króna áður.
Halli á vöruskiptum við útlönd á tímabilinu janúar-júní breytist því úr 5,9 milljörðum króna í 3,8 milljarða króna og er því tæpum 6,0 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.