Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 150,2 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2020 en vöruinnflutningur 168,8 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður var því áætlaður neikvæður um 18,6 milljarða króna. Á sama ársfjórðungi var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 24 milljarða. Útflutt þjónusta var áætluð 115,5 milljarðar en innflutt þjónusta 91,4 milljarðar.

Á fyrsta ársfjórðungi 2020 var því áætlað verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 265,7 milljarðar samanborið við 308,4 milljarða árið áður. Á sama tíma var áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 260,2 milljarðar samanborið við 276,7 milljarða á sama tíma árið áður. Vöru- og þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 5,5 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2020 en var jákvæður um 31,7 milljarðar á sama tíma 2019.

Útflutningstekjur af ferðaþjónustu og samgöngum lækka á milli ára
Verðmæti þjónustuútflutnings var 16,3 milljörðum króna lægra á fyrsta ársfjórðungi 2020 en á sama tíma árið áður, eða 12,4% á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðaþjónustu lækka á milli ára um 19,4 milljarða króna eða 29,3% á gengi hvors árs fyrir sig. Tekjur af samgöngum og flutningum lækka einnig á sama tíma um 13,1% eða 5 milljarða króna á gengi hvors árs. Vegur þar þyngst samdráttur í tekjum af farþegaflutningum með flugi.

Verðmæti þjónustuútflutnings til Evrópu á fyrsta ársfjórðungi 2020 nam 59,2 milljörðum króna eða 51,3% af heildarverðmæti þjónustuútflutnings. Þar af var þjónustuútflutningur til Bretlands 19,5 milljarðar króna eða 16,9% af heildarverðmæti. Á sama tíma nam verðmæti þjónustuútflutnings til Bandaríkjanna 30,5 milljörðum króna eða 26,4% af heildarþjónustuútflutningi.

Verðmæti þjónustuinnflutnings lækkar á milli ára
Verðmæti þjónustuinnflutnings var 10,8 milljörðum króna lægra á fyrsta ársfjórðungi 2020 en á sama tíma árið áður eða 10,6% á gengi hvors árs fyrir sig. Útgjöld vegna innfluttrar ferðaþjónustu námu 35,5 milljörðum króna og lækka um 5,9 milljarða á milli ára eða 14,3% á gengi hvors árs.

Verðmæti þjónustuinnflutnings frá Evrópu nam 68,8 milljörðum króna eða 75,3% af heildarverðmæti þjónustuinnflutnings. Þar af var þjónustuinnflutningur frá Bretlandi 13,5 milljarðar króna eða 14,8% af heildarinnflutningi. Fyrir sama tímabil nam verðmæti þjónustuinnflutnings frá Bandaríkjunum 15,1 milljarði króna eða 16,5% af heildarverðmæti innflutnings.

Mánaðarlegur vöru- og þjónustujöfnuður
Samhliða ársfjórðungsútgáfu á vöruviðskipta- og þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan gögn um mánaðarlegan vöruviðskipta- og þjónustujöfnuð á fyrsta ársfjórðungi 2020. Í mars var áætlað verðmæti útflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti 86,7 milljarðar króna en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 96,8 milljarðar króna. Vöru- og þjónustujöfnuður var því áætlaður neikvæður um 10,1 milljarða króna í mars 2020.

Tölur 2019 miða við uppfærð gögn um vöruviðskipti.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu - 1. ársfjórðungur 2019 og 2020
  1. ársfjórðungur Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors árs, %
1. ársfjórðungur
20192020
Útflutt þjónusta 131.777,6 115.465,2 -12,4
Samgöngur og flutningar 38.446,3 33.422,5 -13,1
Ferðalög 66.107,6 46.740,9 -29,3
Önnur viðskiptaþjónusta 9.399,9 10.918,8 16,2
Aðrir þjónustuliðir 17.823,8 24.382,9 36,8
Innflutt þjónusta 102.228,1 91.418,6 -10,6
Samgöngur og flutningar 18.188,2 16.650,8 -8,5
Ferðalög 41.468,5 35.528,6 -14,3
Önnur viðskiptaþjónusta 15.801,3 15.586,9 -1,4
Aðrir þjónustuliðir 26.770,1 23.652,3 -11,6
Þjónustujöfnuður 29.549,6 24.046,6  

Talnaefni