Þjónustuútflutningur var áætlaður 103,3 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi 2021 en þjónustuinnflutningur 78,1 milljarður. Þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 25,2 milljarða króna en var jákvæður um 2,2 milljarða á sama tíma árið áður. Á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021 , var þjónustujöfnuður jákvæður um 63,6 milljarða króna en var jákvæður um 193,9 milljarða seinustu tólf mánuði þar á undan.

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu (milljarðar króna)
 2. ársfj. 20202. ársfj. 2021Breyting %3. ársfj. 2019 -
2. ársfj. 2020
3. ársfj. 2020 -
2. ársfj. 2021
Breyting %
Þjónustuútflutningur 67,3 103,3 54 577,2 362,4 -37
Samgöngur og flutningar 19,6 24,1 23 160,4 82,0 -49
Ferðalög 6,8 26,2 284 232,8 67,6 -71
Gjöld fyrir notkun hugverka 9,5 14,4 51 43,5 55,0 27
Önnur viðskiptaþjónusta 12,5 18,0 44 54,7 72,5 33
Aðrir þjónustuliðir 19,0 20,8 10 85,8 85,2 -1
           
Þjónustuinnflutningur 65,1 78,1 20 383,3 298,7 -22
Samgöngur og flutningar 14,5 17,8 23 74,4 60,8 -18
Ferðalög 9,7 15,4 59 139,1 54,0 -61
Önnur viðskiptaþjónusta 15,8 18,3 16 69,0 79,0 14
Aðrir þjónustuliðir 25,1 26,6 6 100,8 104,9 4
             
Þjónustujöfnuður 2,2 25,2   193,9 63,6  

Verðmæti þjónustuútflutnings dróst saman um 37% á tólf mánaða tímabili
Verðmæti þjónustuútflutnings á öðrum ársfjórðungi jókst um 36 milljarða króna, eða um 54%, frá öðrum ársfjórðungi 2020 á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðalögum jukust verulega samanborið við annan ársfjórðung 2020 eða um 19,3 milljarða. Tekjur af samgöngum og flutningum jukust einnig töluvert á milli ára, um 4,5 milljarða eða sem nemur um 23%. Sömu sögu er að segja af útflutningstekjum af annarri viðskiptaþjónustu sem jukust um 44% og útflutningstekjum af tekjum vegna notkunar hugverka sem jukust um 51% miðað við annan ársfjórðung 2020. Vaxandi útflutningstekjur vegna notkunar hugverka skýrast af vaxandi tekjum í lyfjaiðnaði.

Verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021, var 362,4 milljarðar króna og minnkaði um 214,8 milljarða miðað við sama tímabil árið áður eða um 37% á gengi hvors árs. Þar vó þyngst samdráttur í útflutningstekjum af ferðalögum, um 71%, og í útflutningstekjum af samgöngum, um 49%. Að sama skapi jukust útflutningstekjur af tekjum vegna notkunar hugverka um 27%. Útflutningstekjur af annarri viðskiptaþjónustu jukust um 33% sem skýrist einnkum af auknum útflutningstekjum af tækniþjónustu, sölutengdri þjónustu og annarri viðskiptaþjónustu.

Verðmæti þjónustuinnflutnings dróst saman um 22% á tólf mánaða tímabili
Verðmæti þjónustuinnflutnings á öðrum ársfjórðungi jókst um 13 milljarða króna, eða um 20%, frá öðrum ársfjórðungi 2020 á gengi hvors árs. Útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis jukust um 5,7 milljarða, eða um 59%, samanborið við annan ársfjórðung 2020. Útgjöld vegna samgangna og flutninga jukust einnig nokkuð á milli ára, um 3,3 milljarða eða 23%. Sömu sögu er að segja af þjónustuinnflutningi á annarri viðskiptaþjónustu sem jókst um 2,5 milljarða eða 16%.

Verðmæti þjónustuinnflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júlí 2020 til júní 2021, var 298,7 milljarðar og minnkaði um 84,6 milljarða króna miðað við sama tímabil árið áður eða um 22% á gengi hvors árs. Vó þar þyngst að útgjöld Íslendinga á ferðalögum erlendis drógust saman um 61% á umræddu tólf mánaða tímabili. Útgjöld vegna samgangna og flutninga drógust svo saman um 18% á meðan þjónustuinnflutningur á annarri viðskiptaþjónustu jókst um 14%.

Vöru- og þjónustujöfnuður neikvæður um 62,6 milljarða á seinust tólf mánuðum Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 183,8 milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi 2021 en vöruinnflutningur 239,6 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður var því áætlaður neikvæður um 55,7 milljarða króna.

Á öðrum ársfjórðungi 2021 var því áætlað verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 287,1 milljarður króna samanborið við 217,1 milljarð á öðrum ársfjórðungi árið áður á gengi hvors árs. Á sama tíma var áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 317,7 milljarðar samanborið við 234,4 milljarð á sama tíma árið áður. Vöru- og þjónustujöfnuður var því áætlaður neikvæður um 30,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2021 en var neikvæður um 17,4 milljarða á sama tíma 2020.

Seinustu tólf mánuði var vöru- og þjónustujöfnuðurinn neikvæður um 60,8 milljarða króna en var jákvæður um 85,9 milljarða tólf mánuðina þar á undan.

Verðmæti útflutnings og innflutnings vöru og þjónustu (milljarðar króna)
 2. ársfj. 20202. ársfj. 2021Breyting %3. ársfj. 2019 -
2. ársfj. 2020
3. ársfj. 2020 -
2. ársfj. 2021
Breyting %
Útflutningur á vöru- og þjónustu217,1287,1 321.191,31.039,4 -13
Vöruútflutningur149,7183,8 23614,1677,1 10
Þjónustuútflutningur67,3103,3 54577,2362,4 -37
Innflutningur á vöru- og þjónustu234,4317,7 361.105,51.100,3 0
Vöruinnflutningur169,3239,6 41722,1801,5 11
Þjónustuinnflutningur65,178,1 20383,3298,7 -22
Vöru- og þjónustujöfnuður í greiðslujöfnuði-17,4-30,5 85,9-60,8 

Mánaðarlegur vöru- og þjónustujöfnuður
Samhliða ársfjórðungsútgáfu á vöruviðskipta- og þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan gögn um mánaðarlegan vöruviðskipta- og þjónustujöfnuð á öðrum ársfjórðungi 2021. Í júní var áætlað verðmæti útflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti 95,9 milljarðar króna en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 129,9 milljarðar. Vöru- og þjónustujöfnuður var því áætlaður neikvæður um 34 milljarða króna í júní 2021.

Endurskoðun fyrri niðurstaðna
Meðferð tiltekinna leigusamninga um skip og flugvélar hefur tekið breytingum frá áður útgefnum tölum fyrir árin 2018-2020. Áhrifin koma fram í birtum tölum um utanríkisviðskipti, fjármunamyndun í þjóðhagsreikningum og greiðslujöfnuð við útlönd. Í ESA 2010 þjóðhagsreikningastaðli og BPM6 greiðslujafnaðarstaðli er gerður greinarmunur á rekstrarleigusamningum og fjármögnunarsamningum en við mat á því hvað telst til rekstrarleigusamnings og hvað til fjármögnunarleigusamnings er horft til þess hvar hagrænt eignarhald viðkomandi eignar liggur, þ.e. hvort það sé á hendi leigusala eða leigutaka.

Hagrænt eignarhald er ekki það sama og lögformlegt eignarhald, sem vísar til þess hver er skráður eigandi viðkomandi eignar en algengast er að bæði hagrænt og lögformlegt eignarhald sé á sömu hendi. Með hagrænu eignarhaldi er vísað til þess hver beri áhættu af og njóti ávinnings af notkun viðkomandi eignar við framleiðslu vöru eða þjónustu. Breytingar sem gerðar hafa verið á áður útgefnum tölum felast í því að eignir sem áður voru færðar sem rekstrarleigueignir og töldust með þjónustuviðskiptum eru nú færðar sem fjármögnunarleigueignir og teljast með vöruviðskiptum.

Þessi breyting hefur áhrif til aukningar vöruinnflutnings og fjármunamyndunar en til lækkunar á innfluttri þjónustu frá útlöndum. Áhrifin munu einnig koma fram í aukningu erlendra skulda og vaxtagreiðslum til útlanda.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Talnaefni