Vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* var áætlaður 162,5 milljarðar á fjórða ársfjórðungi 2019 en vöruinnflutningur 174,3 milljarðar. Vöruviðskiptajöfnuður var því áætlaður neikvæður um 11,8 milljarða króna. Á sama ársfjórðungi var þjónustujöfnuður áætlaður jákvæður um 55,7 milljarða en útflutt þjónusta var áætluð 170,5 milljarðar á meðan innflutt þjónusta var áætluð 114,8 milljarðar. Á fjórða ársfjórðungi 2019 var því áætlað verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 333 milljarðar en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta 289,1 milljarður. Vöru og þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 43,9 milljarða króna.

Árið 2019 var verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta áætlað 1.344 milljarðar samanborið við 1.324,4 milljarða árið áður. Verðmæti innflutnings fyrir sama tímabil var áætlað 1.203,9 milljarðar borið saman við 1240,4 milljarða árið 2018. Samkvæmt bráðabirgðatölum er því vöru- og þjónustujöfnuður áætlaður 140,1 milljarður árið 2019 samanborið við 84 milljarða árið áður.

Útflutningstekjur af ferðaþjónustu og samgöngum lækka á milli ára
Verðmæti þjónustuútflutnings var 10 milljörðum króna hærra á fjórða ársfjórðungi 2019 en á sama tíma árið áður, eða 6,2% á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðaþjónustu lækka á milli ára um 6,4 milljarða króna eða 9,4% á gengi hvors árs fyrir sig. Tekjur af samgöngum og flutningum lækka einnig á sama tíma um 16,8% eða 8,4 milljarða króna á gengi hvors árs. Vegur þar þyngst samdráttur í tekjum af farþegaflutningum með flugi. Aukningu í útflutningstekjum á milli ára má rekja til hækkunar á innheimtu gjalda fyrir notkun hugverka um 18,2 milljarða eða 176,2% á gengi hvors árs fyrir sig. Á sama tíma er einnig hækkun á útflutningi annarar viðskiptaþjónustu eða 4,5 milljarðar á milli ára eða 32,8% á gengi hvors árs.

Árið 2019 var verðmæti þjónustuútflutnings 691,3 milljarðar og lækkaði um 19,0 milljarða á milli ára eða 2,7% á gengi hvors árs. Útflutningstekjur af ferðaþjónustu voru stærsti liðurinn eða 330,7 milljarðar en lækkar um 6,6 milljarða á milli ára eða 2%. Útflutningstekjur af samgöngum og flutningum var næst stærsti liðurinn eða 197,2 milljarðar. Lækkun á milli ára nam 41,2 milljörðum króna eða 17,3% á milli ára. Önnur viðskiptaþjónusta var 50,9 milljarðar og hækkar á milli ára um 14,1 milljarð króna eða 38,2%.

Verðmæti þjónustuútflutnings til Evrópu árið 2019 nam 349,9 milljörðum króna eða 50,6% af heildarverðmæti þjónustuútflutnings. Þar af var þjónustuútflutningur til Bretlands 81,7 milljarðar króna eða 11,8% af heildarverðmæti. Á sama tíma nam verðmæti þjónustuútflutnings til Bandaríkjanna 201,6 milljörðum króna eða 29,2% af heildarþjónustuútflutningi.

Verðmæti þjónustuinnflutnings lækkar á milli ára
Verðmæti þjónustuinnflutnings var 9,4 milljörðum lægra á fjórða ársfjórðungi 2019 en á sama tíma árið áður, eða 7,5% á gengi hvors árs fyrir sig. Útgjöld vegna innfluttrar ferðaþjónustu námu 49,8 milljörðum króna og lækka um 3,4 milljarða á milli ára eða 6,4% á gengi hvors árs.

Árið 2019 var verðmæti þjónustuinnflutnings 452,3 milljarðar og lækkaði um 11,2 milljarða á milli ára eða 2,4% á gengi hvors árs. Lækkunin var mest í annarri viðskiptaþjónustu (24,5%) á meðan aukning varð aðallega í farþegaflutningum með flugi (85,8%) og fjarskipta tölvu og upplýsingaþjónustu (21,2%). Verðmæti þjónustuinnflutnings frá Evrópu nam 348,1 milljarði króna eða 77,0% af heildarverðmæti þjónustuinnflutnings. Þar af var þjónustuinnflutningur frá Bretlandi 68,5 milljarðar króna eða 15,1% af heildarinnflutningi. Fyrir sama tímabil nam verðmæti þjónustuinnflutnings frá Bandaríkjunum 68,2 milljörðum króna eða 15,1% af heildarverðmæti innflutnings.

Mánaðarlegur vöru- og þjónustujöfnuður
Samhliða ársfjórðungsútgáfu á vöruviðskipta- og þjónustujöfnuði uppfærir Hagstofan gögn um mánaðarlegan vöruviðskipta- og þjónustujöfnuð á fjórða ársfjórðungi 2019.

Í desember var áætlað verðmæti útflutnings fyrir vöru- og þjónustuviðskipti 110,0 milljarðar króna en áætlað verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta tæplega 93,3 milljarðar króna. Vöru- og þjónustujöfnuður var því áætlaður jákvæður um 16,8 milljarða króna í desember 2019.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Verðmæti útflutnings og innflutnings á þjónustu 2018 og 2019   
  Milljónir króna á gengi hvors árs   Breytingar frá fyrra
ári á gengi hvors
árs, % 1.-4.
ársfjórðungur
  4. ársfjórðungur 1. -4. ársfjórðungur  
 2018201920182019 
        
Útflutt þjónusta 160.475,1 170.503,9 710.355,7 691.344,4  -2,7
Samgöngur og flutningar 50.191,2 41.751,2 238.343,2 197.153,6  -17,3
Ferðalög 68.121,4 61.723,5 337.266,8 330.677,2  -2,0
Önnur viðskiptaþjónusta 13.743,7 18.250,8 36.849,1 50.910,3  38,2
Aðrir þjónustuliðir 28.418,8 48.778,3 97.896,5 112.603,3  15,0
          
Innflutt þjónusta 124.180,4 114.817,2 463.494,9 452.310,8  -2,4
Samgöngur og flutningar 21.144,8 18.453,8 79.777,7 82.635,1  3,6
Ferðalög 53.139,2 49.767,7 198.183,2 198.556,2  0,2
Önnur viðskiptaþjónusta 22.776,1 21.142,1 89.379,7 67.496,9  -24,5
Aðrir þjónustuliðir 27.120,3 25.453,5 96.154,4 103.622,7  7,8
            
Þjónustujöfnuður 36.294,6 55.686,7 246.860,7 239.033,5   

Talnaefni